Héðinn sigraði á 2. móti Flugfélagssyrpu Hróksins — Róbert og Helgi Áss í 2.-3. sæti

2Héðinn Steingrímsson (2536) sigraði á 2. mótinu í Flugfélagssyrpunni, sem fram fór í Pakkhúsi Hróksins í hádeginu á föstudag. Héðinn, sem sigraði líka á 1. mótinu, er því efstur í heildarkeppninni en þrjú mót eru eftir og allt getur gerst.

Átján vaskir skákmeistarar mættu til leiks á föstudaginn, þar af þrír stórmeistarar. Héðinn hélt áfram sigurgöngu sinni frá fyrsta mótinu, en þá sigraði hann í öllum 5 skákum sínum. Hjörvar Steinn Grétarsson (2543) stöðvaði þó sigurgöngu Héðins er þeir gerðu jafntefli í 4. umferð. Í lokaumferðinni tapaði Hjörvar hinsvegar fyrir Helga Áss Grétarssyni (2466) með Héðinn lagði hinn harðsnúna Gunnar Frey Rúnarsson (2122).

Helgi_Ass_flugfelagsmotidHéðinn fékk því 4,5 vinning en Róbert Lagerman (2305) og Helgi Áss fengu 4. Mjög flott mót hjá Róbert, en þessi fjölhæfi snillingur heldur senn til Króatíu á Evrópumót landsliða — í kotru!

Flugfélagssyrpan hefur farið afar skemmtilega af stað, og kunna margir skákmenn vel að meta að geta brugðið sér á hraðskákmót í hádeginu.

3. mótið í Flugfélagssyrpu Hróksins fer fram föstudaginn 26. september og hefst stundvíslega klukkan 12:10. Ef menn eru seinir fyrir er hægt að koma inn í mótið í 2. og jafnvel 3. umferð.

Til mikils er að vinna, því sigurvegari Flugfélagssyrpunnar fær ferð fyrir 2 til Grænlands. Þá verður heppinn keppandi dreginn út, sem líka fær ferð fyrir 2 til Grænlands.

Staðan í syrpunni

Flugfélagssyrpa Hróksins 2. mót 19.sep
Sæti Skákstig Vinningar
1 Héðinn Steingrímsson 2536 4,5
 2 – 3 Róbert Lagerman 2305 4
  Helgi Áss Grétarsson 2466 4
 4 – 5 Hjörvar Steinn Grétarsson 2543 3,5
  Gunnar Freyr Rúnarsson 2122 3,5
 6 – 8 Bragi Halldórsson 2198 3
  Gunnar Björnsson 2063 3
  Erlingur Þorsteinsson 2137 3
 9 – 10 Kristján Stefánsson 1578 2,5
  Guðfinnur Rósinkranz Kjartansson 1989 2,5
 11 – 14 Sigurður Örlygsson 1100 2
  Eyjólfur Bergþórsson 2150 2
  Aðalsteinn Thorarensen 1763 2
  Arnljótur Sigurðsson 1800 2
15 Sveinbjörn Jónsson 1852 1,5
 16 – 18 Hjálmar Sigurvaldason 1506 1
  Hörður Jónasson 1570 1
  Finnur Kr. Finnsson 1562 1

Facebook athugasemdir