Héðinn fer með himinskautum í Flugfélagssyrpu Hróksins

KatrinHéðinn Steingrímsson stórmeistari sigraði á fjórða mótinu í Flugfélagssyrpu Hróksins, sem haldið var í Pakkhúsi Hrókins í hádeginu á föstudag. Héðinn hlaut 4,5 vinning í 5 skákum og er með örugga forystu í heildarkeppninni. Fimmta og síðasta mótið verður föstudaginn 10. október. Flugfélagssyrpan hefur slegið í gegn hjá skákáhugamönnum, enda svífur léttur og skemmtilegur andi yfir vötnum.

Héðinn Steingrímsson kann greinilega vel við sig í Pakkhúsi Hróksins. Hann hefur unnið 3 af mótunum 4 og teflt af miklu öryggi. Í dag gerði hann aðeins eitt jafntefli, gegn Róbert Lagerman forseta Vinaskákfélagsins. Róbert er nýkominn frá Króatíu þar sem hann keppti á 1. borði fyrir landslið okkar í kotru á Evrópumótinu.

Hinn knái Norðanmaður, Stefán Bergsson framkvæmdastjóri Skákakademíunnar, varð í 2. sæti á mótinu í dag með 4 vinninga og næstur kom Erlingur Þorsteinsson með 3,5 vinning.

Sérlegur gestur mótsins var Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt, heiðursforseti Hróksins á Grænlandi. Hún kom í för með Lukku sem lét talsvert til sín taka á mótinu.

(Fleiri myndir neðst)

Nafn Skákstig
  1. mót
 2. mót  3. mót  4. mót  5. mót Samtals Bestu 3
Héðinn Steingrímsson 2536 5 4,5 4 4,5 18 14
Helgi Áss Grétarsson 2466 3,5 4 4 11,5 11,5
Róbert Lagerman 2305 3 4 3 10 10
Erlingur Þorsteinsson 2137 3 3 3,5 9,5 9,5
Bragi Halldórsson 2198 3 3 3 9 9
Gunnar Freyr Rúnarsson 2078 2,5 3,5 3 9 9
Hjörvar Steinn Grétarsson 2543 4,5 3,5 8 8
Kristján Stefánsson 1578 2,5 2 3 7,5 7,5
Guðfinnur Kartansson Rósinkranz 1989 2,5 2,5 2 7 7
Stefán Bergsson 2035 3 4 7 7
Arnljótur Sigurðsson 1800 2 2 2,5 6,5 6,5
Gunnar Björnsson 2063 3 3 6 6
Guðmundur Reynir Gunnlaugsson 1491 2 3 5 5
Hjálmar Sigurvaldason 1506 1 1 3 5 5
Þröstur Þórhallsson 2432 5 5 5
Aðalsteinn Thorarensen 1763 2 2 4 4
Dagur Arngrímsson 2400 4 4 4
Guðmundur Jónas Haraldsson 2 2 4 4
Helgi Ólafsson 2543 4 4 4
Ingvar Þór Jóhannesson 2349 4 4 4
Jóhann Ingvarsson 2150 2 2 4 4
Bjarni Hjartarson 2000 3,5 3,5 3,5
Björn Þorfinnsson 2390 3,5 3,5 3,5
Björgvin Kristbergsson 1063 2 1 3 3
Dagur Arngrímsson 2398 3 3 3
Elvar Guðmundsson 2349 3 3 3
Guðmundur Kjartansson 2438 3 3 3
Hannes Hlífar Stefánsson 2549 3 3 3
Hörður Jónasson 1570 1 2 3 3
Ingi Tandri Traustason 1875 3 3 3
Jóhann Hjartarson 2571 3 3 3
Kristján Örn Elíasson 1831 3 3 3
Sigurður Örlygsson 1100 2 1 3 3
Örn Leó Jóhannsson 2000 3 3 3
Birgir Berndsen 1950 3 3 3
Jón Þorvaldsson 2165 2,5 2,5 2,5
Sveinbjörn Jónsson 1852 1,5 1 2,5 2,5
Sæbjörn Guðfinnsson 1947 2,5 2,5 2,5
Hrafn Jökulsson 1753 2,5 2,5 2,5
Ágúst Örn Gíslason 1612 2 2 2
Einar S Einarsson 2 2 2
Eyjólfur Bergþórsson 2150 2 2 2
Finnur Kr. Finnsson 1562 1 1 2 2
Jón Gunnar Jónsson 1800 2 2 2
Friðrik Örn Egilsson 1855 1 1 1
Sverrir K. Hjaltason 0 0 0


Flugfélagsmót_4umf

 

Flugfélagsmót_4umf

Flugfélagsmót_4umf

Flugfélagsmót_4umf

Flugfélagsmót_4umf_Birgir

Flugfélagsmót_4umf

 

Facebook athugasemdir