Handbragð heimsmeistarans

Það eru næstum 2000 stórmeistarar í heiminum. Einn þeirra er Nikola Djukic frá Svartfjallalandi. Hann er kannski dæmigerður stórmeistari: Rúmlega þrítugur og með 2521 stig. Hátindur á skákferli hans var sigur á meistaramóti Svartfjallalands og Serbíu árið 2004.

Djukic leiðir lið sitt á Ólympíuskákmótinu og hann fékk að kljást við sjálfan Magnus Carlsen í 3. umferð. Þeir höfðu einu sinni teflt áður, á Evrópumóti landsliða 2007, þegar Carlsen var á 17. ári. Þar vann norska undrabarnið í 52 leikjum, en hann þurfti ekki nema 45 leiki til að ganga frá Djukic í Tromsö.

Hér er dæmigert handbragð heimsmeistarans. Carlsen hefur hvítt.

Facebook athugasemdir