Jón L Árnason

Gullaldarliðið á toppnum á HM — flugeldasýning Jóns L. tryggði sigur í 4. umferð

DSC_8848_Ruhrpott_in_Radebeul

Skáksalurinn – Mynd: http://www.schachfestival.de/

Gullaldarlið Íslands vann fjórða sigurinn í röð á HM skáksveita 50 ára og eldri í Dresden í dag. Jón L. Árnason var hetja dagsins, sigraði Gerhard Köhler í 23 leikjum eftir að hafa fórnað mönnum á báðar hendur. Armenía, Þýskaland og Ísland eru nú einu liðin sem hafa sigrað í öllum viðureignum sínum. Gullaldarliðið mætir sterkri sveit Armeníu í fimmtu umferð.

Íslenska stórmeistarasveitin mætti mjög sterku liði Emanuel Lasker Gesellschaft í fjórðu umferðinni. Á 1. borði gerðu Jóhann Hjartarson og Arthur Jusupov jafntefli, og sama var uppi á teningnum í viðureignum Helga Ólafssonar og Alexanders Graf, og Margeirs Péturssonar og Jakobs Meister.

Jón L. Árnason mætti Köhler á 4. borði, en Þjóðverjinn er þekktastur fyrir að hafa teflt þúsundir hraðskáka við Viktor Korchnoi, þegar hinn mikli meistari dvaldi sér til hressingar á heilsuhæli í Dresden. Jón er einn mesti sóknarskákmaður íslenskrar skáksögu, og hann hélt sannkallaða flugeldasýningu og tryggði íslenska liðinu mjög dýrmætan sigur.

Jón L. Árnason – Gerhard Köhler

HM-Dortmund-2016_Jon-loftur_G-Kohler_1

Fórn I — 17. Rg5 h6 18. Dh5!? (stöðumynd) „Það þýðir ekkert að snúa til baka þegar maður er kominn út í miðja á ! 18.Rfxe6 fxe6 19.Rxe6 Db6 20.Rxf8 var líka hægt.“ HGE

HM-Dortmund-2016_Jon-loftur_G-Kohler_2

Fórn II — 20. – g6? 21. Rxg6! (stöðumynd) Rxg6?! „(21. – fxg6 var skárra, en eftir 22.Bxe6+ Hf7 23.Bxf7+ Kxf7 24.Dh7+ er hvítur með betra.)“ HGE

HM-Dortmund-2016_Jon-loftur_G-Kohler_3

Fórn III — 22. Bxe6! (stöðumynd) Bd6? 23. Dxg6+ Og svartur gafst upp. „Kannski tók hvítur nokkra áhættu með mannsfórninni [fyrstu], en fyrst hún gekk upp þá var hún góð !“ HGE

  • Halldór Grétar Einarsson skýrði skákina á Skákhorninu

Halldór Grétar Einarsson liðstjóri Gullaldarliðsins var að vonum ánægður með sína menn: ,,Við vorum að klára að fara yfir skákir dagsins. Það var varla leikinn slæmur leikur í þessari umferð en margir snjallir. Jón L. ruggaði aðeins bátnum til að vinna sinn andstæðing á glæsilegan hátt.

Af öðrum úrslitum í fjórðu umferð bar hæst að Þýskaland lagði England og Armenía sigraði Kanada.

HM-Dortmund-2016_porun-5

Rafael_Vaganian

Rafael Vaganian

Í fimmtu umferð mætir Gullaldarliðið Armeníu í sannkölluðum stórleik. Fyrir armensku sveitinni fer goðsögnin Rafael Vaganian sem er þekktur fyrir leiftrandi sóknarstíl og algert óttaleysi við skákborðið.

Alls taka 57 skáksveitir þátt í HM í Dresden og verða tefldar 9 umferðir. Margir af þekktustu skákmönnum síðustu áratuga eru meðal keppenda, en óhætt er að segja að þátttaka íslenska Gullaldarliðsins hafi vakið mesta athygli. Auk fjórmenninganna sem héldu uppi heiðri Íslands í dag er Friðrik Ólafsson í liðinu, en þessi síungi snillingur sem nú er 81 árs tefldi fyrst fyrir Íslands hönd á Ólympíumótinu árið 1952.

Skákir 4. umferðar

Facebook athugasemdir