Guðlaug Þorsteinsdóttir: Fyrsti Íslandsmeistari kvenna og 14 ára Norðurlandameistari!

Guðlaug Norðurlandameistari

Guðlaug Norðurlandameistari

Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, 14 ára stúlka úr Kópavogi, var ein af stjörnum ársins á Íslandi árið 1975. Hún byrjaði með því að sigra á fyrsta kvennaskákmótinu í íslenskri skáksögu, varð svo fyrsti Íslandsmeistari kvenna og fylgdi því eftir með glæstum sigri á sjálfu Norðurlandamótinu!

Guðlaug hefur alls sex sinnum orðið Íslandsmeistari: 1975, 1982, 1989, 2002, 2005 og 2007.

Guðlaug leiddi fyrstu kvennasveit Íslands á Ólympíumótinu í Buenos Aires 1978 og náði skínandi árangri, 58% vinningshlutfalli á 1. borði. Aðrir liðsmenn í þessari sögufrægu sveit voru Ólöf Þráinsdóttir, Birna Norðdhal og Svana Samúelsdóttir.

Alls hefur Guðlaug teflt á sex ólympíuskákmótum: 1978, 1982, 1984, 2004, 2006 og 2008. Eins og glöggir lesendur sjá liðu heil 20 ár milli þriðja og fjórða mótsins hjá Guðlaugu! Hún eyddi tímanum að vísu ekki í neina vitleysu: Nam læknisfræði og eignaðist þrjú börn.

1975 Guðlaug á NMÓhætt er að segja að Guðlaug njóti mikilla vinsælda innan skákhreyfingarinnar, enda einstaklega jákvæð og skemmtileg persóna. Hún hefur hvassan skákstíl og er ekki mikið gefin fyrir málamiðlanir við skákborðið.

Guðlaug verður að sjálfsögðu meðal keppenda á Íslandsmóti kvenna sem hefst 3. ágúst og þar mun hún freista þess að hampa titlinum í sjöunda sinn!

Hér er svo skák sem hin 14 ára Guðlaug Þorsteinsdóttir tefldi á Norðurlandamótinu 1975.

Myndagallerí

Facebook athugasemdir