GUÐFINNUR R. KJARTANSSON SLEGINN TIL HEIÐURSRIDDARA

Einar Ess slær Guðfinn  skákfélaga sinn um 60 ára skeið til heiðursriddara

Einar Ess slær Guðfinn skákfélaga sinn um 60 ára skeið til heiðursriddara

Trúnaðarráð Riddarans, skákklúbbs eldri borgara á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu ákvað í tilefni af 70 ára afmæli kappans á dögunum sæma hann heiðursriddaranafnbót í virðingar- og þakklætisskyni fyrir ómetanlegt starf hans fyrir klúbbinn og lofsvert framlag til íslensks skáklífs um árabil.

Guðfinnur R. Kjartansson er fyrrv. formaður TR á áttunda áratugnum og hefur verið mjög virkur í Sd. KR og Gallerý Skák og Æsum, teflir ofast 4 sinnum í viku. Hann hefur teflt í Riddaranum frá aldamótum, nánast síðan hann var stofnaður, sjálfum sér og öðrum til yndisauka, jafnframt því að sinna störfum skákstjóra meðfram taflmennsku sinni.

Guðfinnur R. Kjartansson, lostinn sverðaslagi

Guðfinnur R. Kjartansson, lostinn sverðaslagi

Hann hefur reynst mjög öflugur og slyngur skákmaður, traustur félagi og hvers manns hugljúfi, eins og segir í greinargerð fyrir útnefningu hans til þessarar heiðursnafnbótar, sem hann er vel að kominn.

Athöfnin fór fram í skáksalnum Vonarhöfn að viðstöddum 16 skákmönnum og Sr. Gunnþóri Ingasyni, verndara klúbbsins og fyrrv. sóknarpresti Hafnarfjarðarkirkju.

Guðfinnur var lostinn ferföldu sverðaslagi af hefðbundnum riddarasið af Einari S. Einarssyni, erkiriddaraklúbbsins, á báðar axlir, brjóst og höfuð. Þetta sé góðu heilli gjört – gæfa og dáðir fylgi – eins og komist var að orði.

Honum var síðan afhent sérstakt viðurkenningarskjal og heiðurskjöldur þessu til staðfestu og óskað velfarnaðar í bráð og lengd bæði innan og utan skákborðsins.

Facebook athugasemdir