Greco — bestur í heimi!

Var besti skákmaður 17. aldar Ítali eða Grikki? Við vitum það ekki. Við vitum hinsvegar að hann var sumstaðar skrifaður Gioacchino Greco og er talinn fæddur aldamótaárið 1600. Hann er hlekkurinn á milli Ruy López Segurra (ca. 1530-1580) og Francois-André Danican Philidor (1726-1795).

Ruy López var ekki bara maðurinn á bakvið spænska leikinn, hann var fremstur í veröldinni í fáeina sæluríka áratugi,  og Philidor var bestur skákmaður í heimi um sína daga, vel metinn fyrir tónsmíðar.

Philidor sagði um peðin að þau væru ,,sálin í skákinni“. Á efri árum nennti hann ekki að tefla án þess að gefa að minnsta kosti peð í forgjöf.

En við vorum að tala um Greco… Hann ferðaðist milli kónga og keisara, og sýndi snilld sína. Allar varðveittar skákir Grecos eru örstuttar sóknarskákir, þar sem hann hefur hvítt og mátar með tilþrifum. Hér er skemmtilegt dæmi.

Facebook athugasemdir