Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra teflir við Hrafn í Vin.

Grænlandssyrpan í Vin á mánudag: Borgarstjórinn heiðursgestur

Þórir Guðmundsson og stórmeistarinn Regína Pokorna á Sumarhátíð Hróksins í Vin 2003

Þórir Guðmundsson og stórmeistarinn Regína Pokorna á Sumarhátíð Hróksins í Vin 2003

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er heiðursgestur á Grænlandsmóti Hróksins og Vinaskákfélagsins, sem haldið verður í Vin mánudaginn 8. júní klukkan 13. Tefldar verða sex umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Þetta er annað mótið í Flugfélagssyrpu FÍ, Hróksins og Vinaskákfélagsins, en sigurvegarinn fær ferð fyrir tvo til Grænlands.

Fyrsta mótið í Flugfélagssyrpunni fór fram 4. maí og þar sigraði Róbert Lagerman. Fjögur mót eru í syrpunni og er reiknaður árangur úr þremur bestu mótum hvers keppanda. Spennandi verður að fylgjast með framhaldinu, en Héðinn Steingrímsson, stórmeistari og nýbakaður Íslandsmeistari, sigraði í Flugfélagssyrpunni 2014.

15 Gunnar Björnsson forseti SÍ og Þórdís Rúnarsdóttir forstöðumaður í Vin.

Gunnar Björnsson forseti SÍ og Þórdís Rúnarsdóttir forstöðumaður í Vin

Vinaskákfélagið var stofnað af liðsmönnum Hróksins 2014 og hefur síðan staðið fyrir reglulegum æfingum í Vin, bata- og fræðslusetri Rauða krossins við Hverfisgötu 47. Þangað eru allir hjartanlega velkomnir.

Að vanda eiga keppendur og gestir í Vin von á ljúffengum veitingum. Bakarameistarinn, sem hefur verið bakhjarl Vinaskákfélagsins frá upphafi, leggur til gómsæta tertu og heimamenn í Vin leggja til ljúffengar vöfflur.


 

Myndasafn – Smella á myndir til að stækka

Facebook athugasemdir