Gleðjum grænlensku börnin!

Gleðistundir í uppsiglingu
Í dag vippuðum við Hróksliðar okkur í Bónus (sem á afmæli í dag) og fórum þaðan með hátt í hundrað páskaegg sem Bónus gefur til páskahátíðarinnar í Ittoqqortoormiit. Við lögðum líka leið okkar í 66°Norður og á morgun förum við í Krumma að ná í enn fleiri vinninga og verðlaun. Einstaklingar sem vilja gleðja börnin í afskekktasta þorpi norðurslóða eru hvattir til að koma þeim í ævintýrabúðina Ravens, Laugavegi 15. Fyrst til að koma pakka þangað var ung stúlka, Sigrún Björg, troðfullan poka af fallegum og skjólgóðum prjónafötum. Takk Sigrún Björg, og þið öll, sem hugsið vel og í verki til okkar góðu nágranna! Þið megið alveg deila þessu sem víðast.
Kærleikskveðjur! Tulugaq (hrafn á grænlensku.)
.

Facebook athugasemdir