Gleðjum börnin í afskekktasta þorpi norðurslóða!

Gjafir óskast til barnanna í afskekktasta þorpi norðurslóða!
Eftir 10 daga liggur leið okkar Hróksmanna til Ittoqqortoormiit, sem er á 72° breiddargráðu. Þar höldum við Páska-skákhátíð, áttunda árið í röð. Fyrir börnin í bænum er þetta einn af hápunktum ársins. Nú söfnum við gjöfum, helst léttum og meðfærilegum: litlum leikföngum, vettlingum, húfum, buffum, litum — öllu sem gleður ung hjörtu. Vinir okkar Jóhann Brandsson ogGuðrún Eyjólfsdóttir, sem reka hina dásamlegu búð Ravens, Laugavegi 15, taka glöð við gjöfum. Þið getið líka haft samband beint við mig, en ég hvet ykkur til að líta við hjá Jóhanni og Guðrúnu, því þar eru grænlenskir listmunir, loðfeldir og skart á boðstólum. Opið alla daga. Margt smátt gerir eitt stórt. Gleðjum börnin í afskekktasta þorpi á norðurhveli heims  Þessu megið þið gjarnan deila þessu sem víðast!
.

Facebook athugasemdir