Gleðin tær þegar Pakkahús Hróksins opnaði — Sjáið myndirnar!

10681578_658648640909540_1981486223_nEinstaklega ljúfur andi sveif yfir vötnum þegar Pakkahús Hróksins var formlega opnað á sunnudaginn. Margir lögðu leið sína niður að Reykjavíkurhöfn, þar sem Hrókurinn hefur fengið mjög hentuga aðstöðu í vöruskemmu Brims hf. við Geirsgötu. Heiðursgestur var frú Vigdís Finnbogadóttir, verndari fatasöfnunar Hróksins og félaga í þágu barna á Austur-Grænlandi.

Með Vigdísi í för var Hans Jakob Helms forstöðumaður Grænlandsskrifstofunnar í Folketinget í Danmörku. Helms, er gjörkunnugur grænlenskum málefnum, jafnt sem dönskum stjórnmálum.  Hann er ofan í kaupið rithöfundur.

Gestir voru á öllum aldri, eins og bráðskemmtilegar myndir bera með sér.

Í Pakkahúsinu eru föt og skór flokkuð og pakkað. Til söfnunarinnar var efnt í samráði við skólastjórnendur á Austur-Grænlandi og fleiri vini Hróksins á þeim slóðum. Gott fólk tók þegar að streyma í Norræna félagið, Óðinsgötu 7 í IMG_3587Reykjavík, þar sem fötum er veitt glaðleg viðtaka milli 9 og 16 á virkum dögum. Um helgar er svo hægt að koma í Pakkahúsið við Reykjavíkurhöfn. Þar er hægt að tylla sér með kaffibolla, tefla, skoða myndir Ragnars Axelssonar frá Grænlandi,blaða í bókum um Grænland, svo dæmi séu tekin. Þá er sérstakt barnahorn, þar sem hægt er að teikna, lita, lesa, leika og gleðjast.

Sitthvað skemmtilegt og spennandi er á döfinni, enda tilvalið að nota þetta tækifæri til að minnast þess í verki, og á margvíslegan hátt, hve Íslendingar eru heppnir með nágranna. Mörg lönd í heiminum myndu kosta miklu til að eiga Grænlendinga að grönnum!

En látum myndirnar tala sínu máli. Og komið fagnandi á hátíð í Pakkahúsinu laugardaginn 13. september,  milli 14 og 16. Nánar auglýst síðar…

Flettið albúminu með því að smella á örvarnar!

[slideshow_deploy id=’2547′]

Facebook athugasemdir