Bragi Þorfinnson hlaut 1000 evrur í sigurlaun, glæsilegan bikar frá blóm.

Glæsilegur sigur Braga Þorfinnssonar á Afmælismóti Hróksins í Ráðhúsi Reykjavíkur

Hrafn Jökulsson og Róbert Lagerman, sem hafa verið í framvarðasveit Hróksins frá upphafi, fara yfir lokatölur.

Bragi Þorfinnsson,nýjasti stórmeistari Íslendinga, vann öruggan sigur á vel heppnuðu Afmælismóti Hróksins í Ráðhúsinu, sem lauk síðdegis á laugardag. Tefldar voru átta umferðir og hlaut Bragi 7 vinninga og tapaði ekki skák. Í 2.-5. sæti urðu alþjóðameistararnir Jón Viktor Gunnarsson, Guðmundur Kjartansson, stórmeistarinn Helgi Ólafsson og FIDE-meistarinn Dagur Ragnarsson. Hinir gamalreyndu stórmeistarar, Hannes H. Stefánsson og Jóhann Hjartarson komu næstir með 5,5 vinning.

Vignir Vatnar varð efstur 16 ára yngri, Helgi Ólafsson náði besti árangri 50 ára og eldri og Bragi Halldórsson 65 ára og eldri.

Gauti Páll Jónsson var valinn best klæddi keppandinn.

Gauti Páll Jónsson var kjörinn best klæddi keppandi mótsins, og Gunnar Skarphéðinsson sá háttvísasti.

Þá voru þau Regina Pokorna frá Slóvakíu, sem teflir undir fána Austurríkis, og færeysku skákmennirnir Rógvi Rasmussen og Flovin Þór Næs heiðruð, en öll tefldu þau með hinum sigursælu sveitum Hróksins á Íslandsmóti skákfélaga. Hrókurinn hætti sem keppnisfélag eftir samfellda sigurgöngu í sex ár og hefur síðan einbeitt sér að útbreiðslu skáklistarinnar, auk þess að vinna með fjölmörgum velferðarsamtökum í þágu góðra málefna.

Þá voru þau Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt, heiðursforseti Hróksins á Grænlandi, og Sigþór Sigurjónsson í Bakarameistaranum heiðruð  fyrir framlag í þágu málstaðarins.

Kristjana G. Motzfeldt var heiðruð fyrir ómetanlegt starf í þágu skáklandnáms Hróksins á Grænlandi. (1)

Alls tóku 42 skákmenn þátt í mótinu, þar af um helmingurinn titilhafar. Keppendaskráin endurspeglaði vel kjörorð Hróksins, Við erum ein fjölskylda, því yngst var hin 11 ára Haile Batel Goitom, en aldurforsetinn var goðsögnin Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga, 83 ára.

Mótið var haldið í tilefni af 20 ára afmæli Hróksins, og sannkölluð veislustemmning sveif yfir skákborðum í Ráðhúsinu.

Margt er framundan hjá Hróknum á næstunni, og nú stendur sem hæst hátíð í Kullorsuaq á vesturströnd Grænlands, 1060 kílómetra norðan við heimskautsbaug.

Lokaúrslit á Afmælismóti Hróksins: http://chess-results.com/tnr376495.aspx?lan=1&art=1&rd=8&fed=ISL&turdet=YES

Facebook athugasemdir