Frétt frá Hróknum og Taflfélagi Reykjavíkur:
Símon Þórhallsson frá Akureyri sigraði á MS Afmælismóti Jónasar Hallgrímssonar, sem Hrókurinn og Taflfélag Reykjavíkur stóðu fyrir í Ráðhúsinu á degi íslenskrar tungu. Um sextíu börn og unglingar kepptu á mótinu. Símon sigraði í öllum skákum sínum og hlaut 7 vinninga. Næstur kom Þorsteinn Magnússon með 6 vinninga og í 3.-4. sæti urðu Vignir Vatnar Stefánsson og Nansý Davíðsdóttir.
Heiðursgestir á afmælismótinu í Ráðhúsinu voru Vigdís Finnbogadóttir fv. forseti Íslands og Friðrik Ólafsson stórmeistari og fv. forseti FIDE. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra flutti setningarávarp og Guðný Steinsdóttir markaðsstjóri MS lék fyrsta leikinn.
Mótið var mjög skemmtilegt og spennandi, enda mörg verðlaun í boði. Í flokki barna í 1.-3. bekk var baráttan hnífjöfn og fengu þrjú börn 4 vinninga, svo grípa þurfti til stigaútreiknings. Stefán Orri Davíðsson hreppti gullið, Freyja Birkisdóttir hlaut silfur og Freyr Grímsson brons.
Vignir Vatnar Stefánsson og Nansý Davíðsdóttir hlutu bæði 5,5 vinning í flokki barna í 4.-7. bekk, en Vignir var sjónarmun undan á stigum. Kristófer H. Kjartansson varð í 3. sæti með 5 vinninga. Nansý hlaut ennfremur verðlaun fyrir bestan árangur stúlkna á mótinu.
Símon Þórhallsson hlaut gullið í flokki ungmenna í 8.-10. bekk, Þorsteinn Magnússon fékk silfrið og Dawid Kolka bronsið.
Keppendur á MS Afmælismóti Jónasar Hallgrímssonar mættu prúðbúnir til leiks eins og hæfir á stórmóti, auk þess sem sérstök verðlaun voru fyrir besta klædda keppandann. Verðlaunin hlaut Elsa K. Arnaldardóttir.
Við setningu mótsins rifjaði Friðrik Ólafsson upp hvernig umhorfs var í íslenskum skákheimi þegar hann var drengur, en Friðrik tefldi fyrstu kappskák sína 1946, þá ellefu ára gamall. Börn voru sjaldgæf sjón á skákmótum í þá daga, en nú er öldin önnur og hvatti Friðrik börnin til dáða í skákinni. ,,Þið eruð framtíðin!“ sagði meistarinn, sem lengi var meðal bestu skákmanna heims.
Vigdís Finnbogadóttir ávarpaði börnin af mikilli hlýju, og lýsti gleði sinni yfir því að efnt væri til skákmóts til að heiðra minningu Jónasar Hallgrímssonar, enda skákin og skáldskapurinn íþróttir hugans. Vigdís hvatti börnin til að leggja rækt við tungumálið og óskaði þeim gæfu og gengis.
Við setningarathöfnina veitti Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra viðtöku nýrri skákbók fyrir byrjendur, Lærðu að tefla, eftir Björn Jónsson formann Taflfélags Reykjavíkur. Í setningarávarpi fagnaði ráðherra því, að út væri komin vönduð kennslubók enda skákin í mikilli sókn í skólum um land allt.
MS Afmælismót Jónasar Hallgrímssonar | |||
16.nóv.14 | |||
Sæti | Nafn | Skákstig | Vinningar |
1 | Símon Þórhallsson | 1961 | 7 |
2 | Þorsteinn Magnússon | 1289 | 6 |
3-4 | Vignir Vatnar Stefánsson | 1959 | 5,5 |
3-4 | Nansý Davíðsdóttir | 1641 | 5,5 |
5-12 | Mykhayilo Kravchuk | 1462 | 5 |
5-12 | Dawid Kolka | 1829 | 5 |
5-12 | Felix Steinþórsson | 1614 | 5 |
5-12 | Kristófer H. Kjartansson | 1380 | 5 |
5-12 | Heimir Páll Ragnarsson | 1490 | 5 |
5-12 | Aron Þór Mai | 1294 | 5 |
5-12 | Gauti Páll Jónsson | 1843 | 5 |
5-12 | Óskar Vikingur Davíðsson | 1398 | 5 |
13-14 | Alexander M Bjarnþórsson | 0 | 4,5 |
13-14 | Jón Þór Lemery | 0 | 4,5 |
15-27 | Róbert Luu | 1323 | 4 |
15-27 | Halldór Atli Kristjánsson | 1275 | 4 |
15-27 | Jón Heiðar Rúnarsson | 0 | 4 |
15-27 | Axel Óli Sigurjónsson | 0 | 4 |
15-27 | Stefán Orri Davíðsson | 1061 | 4 |
15-27 | Alexander Oliver Mai | 0 | 4 |
15-27 | Arnar Milutin Heiðarsson | 0 | 4 |
15-27 | Daniel Ernir Njarðarson | 0 | 4 |
15-27 | Freyja Birkisdóttir | 0 | 4 |
15-27 | Mateusz Jakubek | 0 | 4 |
15-27 | Guðmundur Agnar Bragason | 1293 | 4 |
15-27 | Freyr Grímsson | 0 | 4 |
15-27 | Björn Magnússon | 0 | 4 |
28-31 | Joshua Davidsson | 0 | 3,5 |
28-31 | Bjarki Arnaldarson | 0 | 3,5 |
28-31 | Sindri Snær Kristófersson | 1298 | 3,5 |
28-31 | Ólafur Örn Ólafsson | 0 | 3,5 |
32-44 | Alexander Björnsson | 0 | 3 |
32-44 | Arnór Gunnlaugsson | 0 | 3 |
32-44 | Ylfa Ýr W. Hákonardóttir | 0 | 3 |
32-44 | Ívar Andri Hannesson | 0 | 3 |
32-44 | Gabríel Snær Bjarnþórsson | 0 | 3 |
32-44 | Matthías Hildir Pálmason | 0 | 3 |
32-44 | Kristófer Stefánsson | 0 | 3 |
32-44 | Óttar Örn B. Sigfússon | 0 | 3 |
32-44 | Bjarki Freyr Mariansson | 0 | 3 |
32-44 | Benedikt Þórisson | 0 | 3 |
32-44 | Kristján Dagur Jónsson | 0 | 3 |
32-44 | Adam Omarsson | 0 | 3 |
32-44 | Sunna Þórhallsdóttir | 0 | 3 |
45-46 | Örn Ingi Axelsson | 0 | 2,5 |
45-46 | Rayan Sharifa | 0 | 2,5 |
47-53 | Elsa K. Arnaldardóttir | 0 | 2 |
47-53 | Daniel Sveinsson | 0 | 2 |
47-53 | Allan Núr Lahham | 0 | 2 |
47-53 | Stefán Logi Hermannsson | 0 | 2 |
47-53 | Stefán Geir Hermannsson | 0 | 2 |
47-53 | Hubert Jakubek | 0 | 2 |
47-53 | Azalden Jassim | 0 | 2 |
54-57 | Elísa H. Sigurðardóttir | 0 | 1 |
54-57 | Jónína Surada Thirataya | 0 | 1 |
54-57 | Samúel Narfi Steinarsson | 0 | 1 |
54-57 | Logi Tómasson | 0 | 1 |
58 | Óðinn Örn Jacubsen | 1183 | 0 |