Glaðbeittir riddarar á kantinum

Einn er sá atburður sem öðrum fremur markar vetrarlok og vorkomu í veröld skákmanna – síðari hluti Íslandsmóts Skákfélaga.

Fleiri hundruð spekúlanta og séntelmenna eiga þangað erindi og heyja köflótta baráttu um titla, deildarsæti eða um hylli skákgyðjunnar, Caissu.

Þótt ávallt sé stillt upp með sama hætti, er ekki þar með sagt að skákirnar verði allar eins. Skákstílar eru nefnilega jafn mismunandi og séntelmennin sem sitja við borðin. Einn sá skemmtilegasti fyrir áhorfendur er gjarnan kenndur við kaffihús, en þeir sem hann aðhyllast láta gjarnan reka á reiðanum og taka því sem að höndum ber.

Grænlandsfarinn og forsetinn, Hrafn Jökulsson, átti stefnumót við Caissu í Rimaskóla nú í mars og beitti kaffihúsaskákstíl af miklum myndarbrag og metnaði. Útkoman er stórkostleg.

Hrafn Jökulsson og glaðbeittu riddararnir á kantinum, gjöriði svo vel!

Facebook athugasemdir