Cathignol, 1981 - Hvítur leikur og vinnur!

Gegnumbrotið mikla

Síðasta skákdæmahorn skildi eftir þessa stöðu:

Cathignol, 1981 - Hvítur leikur og vinnur!

Cathignol, 1981 – Hvítur leikur og vinnur!

Þó langt séð síðan greinarhöfundur hafi sett þetta dæmi inn skulum við engu að síður setja inn lausnina þannig að hægt sé að skoða skákdæmin í röð 🙂

Til að leysa þessa þraut er nauðsynlegt að þekkja eftirfarandi gegnumbrot:
Cathignol2

Ég man eftir þessu gegnumbroti úr líklegast fyrstu skákbókinni sem ég eignaðist fyrir góðum 30 árum síðan. Minnir að hún hafi heitið „Lærið að tefla“.  Einnig rekur mig minni í að þetta gegnumbrot hafi verið í einhverju af gull/silfur/brons heftunum sem yngri kynslóðin þreytti próf úr en þar voru á ferð mikilvægar endataflsstöður.

Hvítur vinnur í litla „hliðardæminu“ okkar með 1.b6! sem hótar að drepa peð á c7 eða a7 og fá nýja drottningu. Hvernig sem svartur drepur leikur hvítur gagnstæðu peði áfram um ein reit og brýst þannig í gegn. Sem dæmi 1…cxb6 2.a6! bxa6 3.c6 og hvíta frípeðið rennur upp.

 

Lykillinn að þraut Cathignol er í raun að einangra þetta þema öðru hvorum megin á borðinu. Reyndar er að það er aðeins hægt að gera með:

1.d5!

Ljóst er að svartur verður að drepa á d5. Ef hann gerir það ekki getur hvítur í versta falli drepið annaðhvort á c6 eða e6 og valdar svo hið nýja frípeð. Sama er hægt að gera við 1…c5 en 2.a5! er líklega hraðasti vinningurinn þar sem hvítur býr strax til frípeð á drottningarvæng og fær svo annað á e6 ef svarti kóngurinn reynir að ná því.

Lausnin:

1…cxd5

1…exd5 2.exd5 verður mjög svipað þar sem líkt og eftir 1…cxd5 mun hvítur svara með svipuðu gegnumbroti og leika næsta a5.

2.a5!

Cathignol3

Þetta mikilvæga gegnumbrot býr til frípeð á drottningarvængnum. B-peðið kemur næst til b5. Svartur nær hinsvegar að koma með kónginn í tæka tíð til að stoppa b-peðið eftir:

2…bxa5
3.b5 axb5
4.cxb6 Ke7
5.b6 Kd7

Cathignol4

Næsta gegnumbrot að koma með g5-framrásinni!

Þá er komið að gamla góða gegnumbrotinu á kóngsvæng sem virkar alveg jafn vel þó það sé einni reitaröð ofar.

6.g5! fxg5
7.h5! gxh5
8.f5

Cathignol5

Staðan eftir 8.f5

Ljóst er að hvítur verður fyrri til að vekja upp drottningu. Lykillinn er auðvitað að þegar hvíta peðið er komið á f7 getur hvítur alltaf leikið b8=D+ með skák og svo einnig vakið hina drottninguna með skák og tempóvinningi.

 

Cathignol6

Hér leikur hvítur næst b8=D með skák og klárar dæmið 🙂

Næsta þraut (sem lesendur þurfa ekki að bíða jafn lengi eftir svari að!)

Belyavsky, 2008

Belyavsky, 2008

Facebook athugasemdir