Gauti Páll frá Batumi: „1.e4 var svarað með 1.e5! og restin var tæknileg úrvinnsla“

Símon Þórhallsson stúderar með Helga

Símon Þórhallsson stúderar með Helga

Gauti Páll Jónsson skrifar:

Dagana 18-28 október tefldi ég í fyrsta sinn í útlöndum. Þetta var Evrópumót ungmenna sem fór fram í Batumi Georgíu. Með í för voru keppendurnir Oliver Aron Jóhannesson, Símon Þórhallsson og undirritaður (haha undirritaður.. vá hvað ég er formlegur) í flokki u16 en Dagur Ragnarsson var í flokki u18. Þórhallur pabbi Símons fór með og Helgi Ólafsson stórmeistari, fararstjóri, þjálfari og andlegur leiðtogi.

Ferðalagið var langt og strangt en við vorum komnir á Hótel Radison snemma morguns eftir að hafa ferðast frá því um morguninn daginn áður. Við gátum ekki gist því hótelið var ´´fullt´´ og enginn vissi hvað átti að gera við okkur. En á endanum reddaðist þetta og  við vorum sendir beint á fínasta hótelið í Georgíu með marmarastiga einsog í bíómyndum. Allir nema Dagur og Oliver fóru að sofa í svítunum sínum. Þeir vöktu aðeins lengur til að fara í morgunmat en hann var víst mjög góður og þeir höfðu sér þjóna. Þennan sama dag vorum við sendir á hið unaðslega Hótel Lighthouse. Kosturinn við það hótel var að það var í fínu göngufæri við skákstað. Við dvöldum þar sem eftir var ferðarinnar. Gallarnir voru mjög margir en ég nenni ekki að telja þá upp.

Leikhústorgið - Hótel Radisson er til vinstri

Leikhústorgið – Hótel Radisson er til vinstri

Skákirnar okkar voru mislangar en Færeyingarnir leyfðu okkur að vera á 19. hæð á skákhótelinu til að hvílast og bíða eftir hinum Íslendingunum þegar skákirnar okkar kláruðust. Þeir voru í glæsilegu herbergi með flottu útsýni.

Það var sérstakt að labba um götur borgarinnar en allir keyrðu eins og brjálæðingar og nánast allir reyktu. Villtir kettir og hundar algeng sjón. Fáir töluðu ensku sem við hittum, aðallega starfsfólkið á hótelinu, nema hótelstýran. Góður kostur við Georgíu er að það er mjög hagstætt fyrir Íslendinga að versla þar. Ég væri til í að fara þangað aftur einhverntíman, glæsilegt land með fallegu landslagi.

batumi_mini_lasvegas

Batumi í Georgíu er stundum kölluð „litla Vegas“

Það voru tefldar níu skákir en það var einn frídagur á milli. Ég byrjaði mótið frekar illa, hálfur vinningur eftir fjórar umferðir. Jafnteflisskákina átti ég að vinna og ég var með mjög vænlegar stöður í tveimur tapskákunum. Allt var þetta svo sem á móti stigahærri skákmönnum en það ætti ekki að koma á óvart, ég var nefnilega númer 82 af 89 keppendum. Frídagurinn var rólegur, við löbbuðum nokkuð mikið og fórum á McDonalds og í parísarhjól. Ég mætti brjálaður til leiks í fimmtu umferð en ég var búinn að lofa að ég myndi sigra þá skák. 1.e4 var svarað með 1.e5! og restin var tæknileg úrvinnsla.

Ég fékk Norðmann í næstu skák og setti valtarann í gang á móti Sykileyjavörn. Hann tefldi uppá frekar tvísína sókn og eltist svo við einhvern hrók og var alveg sama um varnir kóngsins. Leikurinn 24.c5 var gríðarlega menntaður og snotur en hann kláraði skákina örugglega en skákin fylgir hérna með.

Gauti Páll Jónsson skrifar

Gauti Páll Jónsson skrifar

Ég hægði aðeins á ferðinni með tapi í sjöundu umferð en vann góðan sigur í 8 umferð. Tap í seinustu. Niðurstaðan var 3.5 af 9 og 77 stig í plús. Ég var með 1739 stig fyrir mótið en 1843 eftir EM og Haustmót TR! Ég fékk góða reynslu á þessu móti sem ég mun nýta mér og byggja upp góðan skákgrunn og stefni rakleiðis áfram.

 


 

 

Facebook athugasemdir