GALLERÝ SKÁK  –   FLYTUR  Í FAXAFENIÐ      

GALLERÝ SKÁK - TR 10.4.2014 18-14-02 10.4.2014 18-14-02.2014 18-14-02 10...VETRARDAGSKRÁIN  2014-15

Skák- og listasmiðjan Gallerý Skák –  opnar dyr sínar að nýju eftir sumarhlé fimmtudaginn  18. september nk. í Skákmiðstöð TR, Faxafeni 12. Húsnæðið í Bolholti þar sem klúbburinn hefur verið til húsa sl. 8 ár hefur verið selt.   Það er ekki í kot vísað með aðstöðuna í hinum glæstu húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur og eru miklar vonir bundnar við góða þátttöku yngri sem eldri skákmanna. Líkt og  undanfarna vetur verða haldin þar hvatskákmót” öll fimmtudagskvöld fram á vor, nema hátíðir hamli eða öðruvísi sé tilkynnt um sérstaklega.

Hin vikulegu Gallerýskákkvölderu öllum opin. Þau ætluð brennheitum ástríðuskákmönnum á öllum aldri, í æfinga-  og keppnisskyni – óháð félagsaðild.  Í Gallerý Skák er teflt af list og fyrir fegurðina,  keppendum  og áhorfendum  til yndisauka undir fororðinu “Sjáumst og kljáumst” og Kaissu gyðju skáklistarinnar til dýrðar.

Tvær mótaraðir með GrandPrix sniði verða haldnar – önnur fyrir áramót hin í byrjun árs:

KAPPTEFLIÐ UM PATAGÓNÍUSTEININN VI. – 6 kvölda mótaröð með GrandPrix sniði þar sem 4 bestu mót hvers keppenda telja til stiga (10-8-6-5-4-3-2-1) líkt og í Formúlu 1.  hefst  23. október og líkur 27. nóvember.  Vegleg verðlaun.

TAFLKÓNGUR FRIÐRIKS IV. – 4 kvölda mótaröð með GP-sniði hefst 22. janúar og líkur 12. febrúar þar sem 3 bestu mót hvers og keppanda telja til vinnings. Keppnin er liður í skákmótahaldi á vegum SÍ og Skákakademíu Reykjavíkur í tilefni af „Degi Skákarinnar“ 26. janúar, á afmælisdegi Friðriks Ólafssonar, stórmeistara. Sigurvegari ár hvert fær nafn sitt skráð gullnu letri á styttuna og fagran verðlaunagrip til eignar.

logoGallerý skákmótin hefjast kl. 18 þegar degi hallar á fimmtudögum. Tefldar  eru 11 umferðir með 10. mínútna umhugsunartíma eftir svissneska kerfinu.  Þeim lýkur um kl. 22 með lófaklappi fyrir efstu og bestu mönnum.

Þátttökugjald er kr. 1000 sem innifelur kaffi/svaladrykki á meðan á móti stendur og smá matarbita í skákhléi en annars  kr. 500

Forstöðumenn Gallerý Skákar vinafélags eru þeir Einar S. Einarsson og Guðfinnur R. Kjartansson, skákforkólfar.

Facebook athugasemdir