FYRSTA MÓTIÐ OG ÓDAUÐLEGA SKÁKIN MÍN

Kári Elíson skrifar:

Jóhann Hjartarson, Karl Þorsteins, Þröstur Þórhallsson, Helgi Áss Grétarsson, Sigurður Daði Sigfússon.

Atskákmót hjá Taflfélagi Reykjavíkur árið 1992. Jóhann Hjartarson, Karl Þorsteins, Þröstur Þórhallsson, Helgi Áss Grétarsson, Sigurður Daði Sigfússon. (Mynd: skakmyndir.com)

Það er hverjum eftirminnilegt þegar hann teflir á sínu fyrsta kappmóti. Eftir miklar hraðskákæfingar veturinn 1974 tók ég þátt í Haustmóti TR sem fór fram í september. Eftir því sem ég best man fékk ég 6v. af 9 og varð í þriðja sæti og samkvæmt brons verðlaunapeningnum var þetta í F -flokki!..

Þegar flóðhestar tefla í F-flokki þá fylgjast hinir betri skákarar lítt með hinum vafasömu tilþrifum sem þara fram en þar gerast þó alltaf mun ævintýralegri hlutir en í efsta flokki. Stórþvæluskákir í neðri flokkum eru ómetanlegur fjársjóður!

Maður var líka snöggur að pakka saman taflmönnunum eftir hverja skák og tapskákirnar týndust í rusli furðufljótt. Ég á þó tvær skákir skrifaðar úr þessu móti sem voru týndar og tröllum gefnar í tugi ára. Önnur þeirra er fallegri og stórþvælulegri en mig minnti. Vegna lokasóknarinnar og sögulegs persónulegs gildis tel ég þetta vera mína „ódauðlegu skák“.

Oft er það samt þannig að skákheimurinn ákveður hvaða ódauðlega skák hver hefur teflt og ég veit að opinberlega hefur verið talið „ódauðlega“ skákin  mín við Manga meinlausa (Magnús Teitsson) í Áskorendaflokknum 1989. Ég var samt með vel tapað  tafl á einum stað en birti þá skák hérna síðar.

Hvað umrædda F-flokks skák  varðar hafði ég reyndar skrifað hana á tveimur stöðum og nafn andstæðingsin bar ekki saman.. Örn Vilhjálmsson og Þórarinn Beck. Eftir nokkra rannsóknarvinnu hef ég komist að því að andstæðingur minn með hvítu er Þórarinn Beck. Hann er 66 ára gamall og tekur núorðið meira þátt í bridge en í skák.

Það er ljóst að hvítur leikur  verulega ónákvæmt með 8.Df3? og síðan samkvæmt nútíma tölvum missir svartur af máti í 7 leikjum sem hefst með 12.Bg4. Ég sá þetta ekki og ákvað frekar að halda mig við F-flokkinn og náði skömmu síðar sókn sem lýkur með tæru máti.

Reykjavík 1974

Hvítt: Þórarinn Beck
Svart: Kári Elíson

Traxlerbragð í tveggja riddara tafli

Facebook athugasemdir