FYRSTA ÍSLANDSMÓT ELDRI SKÁKMANNA – STRANDBERGSMÓTIÐ

Þátttakendur fyrsta Íslandsmóts eldri skákmanna

Þátttakendur fyrsta Íslandsmóts eldri skákmanna

BJÖRVIN VÍGLUNDSSON OG GUÐMUNDUR S. GÍSLASON NÝBAKAÐIR ÍSLANDSMEISTARAR.

ÍSLANDSMÓT ELDRI BORGARA Í STRANDBERGI - MÓTSSETNING

Íslandsmót eldri borgara í Strandbergi – Mótssetning

Þetta fyrsta Íslandsmót í eldri aldursflokkum 50+ og 65+, sem nýlokið er,  tókst vel að flestra mati og umgerð þess glæsileg. Teflt var í Hásölum Strandbergs, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, þar sem RIDDARINN, skákklúbbur eldri borgarara hefur aðsetur, en framkvæmd mótsins var að mestu á hans vegum hans í góðu samstarfi við Skáksamband Íslands.  Mótið fékk góða kynningu og var baksíða Morgunblaðsins daginn áður helguð því og á  sem slíkt vafalítið eftir að fara sögunnar spjöld.

Einar S. Einarsson var mótsstjóri, en þeir Ólafur Ásgrímsson og Páll Sigurðsson skákstjórar og dómarar.   Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, setti mótið með stuttu ávarpi og minnist um leið 100 ára afmælis kirkjunnar í ár, lýsti ánægju með að mótið væri liður í viðburðum því tengdu  og bæri undirheitið Strandbergsmótið í skák, sem skákhátíðin Æskan og Ellin bar áður.

Efstu menn 65+

Efstu menn 65+

Sverrir Gunnarsson, 87 ára, heiðursriddari, lék fyrsta leikinn fyrir Björgvin Víglundsson, sem í framhaldi þar af gerði sér lítið fyrir og vann sér Íslandsmeistaranafnbót í flokki 65 ára og eldri.  Sportvörubúðin JÓI ÚTHERJI gaf alla verðlaunagripi og tvo útskorna farandgripi fyrir framtíðina.

Segja má að þetta mót brjóti í blað í skáksögulegu tilliti þegar tveir nýir flokkar eru opnaðir til keppni um Íslandsmeistaratitla sem hluti af rótgrónu Skákþingi Íslands. Það fer vissulega sérstaklega vel á því að efna til slíks móts fyrir eldri skákmenn, einkum í öldungaflokki 65+, sem er löngu tímabært. Þar er um að ræða hóp ástríðuskákmanna frá fornu fari sem helga skákinni tíma sinn og tómstundir í ellinni og fengu þarna loks tækifæri til að keppa sína á milli á alvörumóti. Taflmennskan í klúbbum þeirra er meira og minna í æfingaskyni, þeim til ánægju- og yndisauka sem á félagslegum nótum, þó jafnan sé þar hart vegist á.  Hvað  mótsfyrirkomlagið varðar má segja að það hafi borið merki þess að vera í mótun og má vafalítið endurbæta í framtíðinni. Þátttaka Akureyringanna tveggja bjargaði því að mótið gat staðið undir nafni sem Íslandsmót.

Fyrir utan Íslandsmeistaratitilinn voru einnig veitt verðlaun í þremur aldurflokkum, 70 ára +, sem féllu Þór Valtýssyni í skaut, 75 ára + sem Sigurður E. Kristjánsson fékk (sjónarmun á stigum á undan þeim sem þetta ritar) og 80 ára+ sem Páll G. Jónsson var vel að kominn.

Sigurvegarar 50+

Sigurvegarar 50+

Dræm þátttaka og slæm forföll á síðustu stundu setti mark sitt á mótið „ungmennaflokknum“ 50+ þó Íslandsmeistarinn nýbakaði Guðmundur S. Gíslason sé vel að sínum titli kominn. Varaforseti SÍ Pálmi R. Pétursson, sem hafði hlaupið í skarðið til að vaka yfir mótinu í fjarveru GB smellti sér í mótið og minnstu munaði að hann hreppti titilinn. Var þó feginn að þurfa ekki að sæma sig honum sjálfur en var vel að silfurverðlaunum sínum kominn. Allir tefldu við alla vegna fámennis.  Þátttaka Ísfirðingsins bjargaði því líka að mótið gæti í raun kallast landsmót.   Vert væri að veita Íslandsmeisturunum í báðum flokkum brautargengi til þátttöku Evrópu- og  heimsmeistaramótum eldri skákmóta – senior tournaments, sem haldin eru árlega.

Meðf. mótstöflurnar segja  svo sína sögu um heildarúrslit sem má líka finna á Chess-Results.  Einnig fylgja með hér með nokkrar vettvangsmyndir sem segja sina sögu um glæsilegt mót og   spennuþrungið andrúmsloft í hásölum vinda.   /ESE

Íslandsmót eldri skákmanna 2014 - 50+ mótstafla -ESE

Íslandsmót eldri skákmanna 2014 – 50+

ÍSLANDSMÓT ELDRI SKÁKMANNA 2014 - 65+ ÚRSLIT

Íslandsmót eldri skákmanna 2014 – 65+

Spennuþrungið loft í skáksalnum - ESE

Spennuþrungið loft í skáksalnum – ESE

Keppnisflokkur 50 ára og eldri

Keppnisflokkur 50 ára og eldri

Spennuþrungið loft. Björgvin með betra en Þór hélt jafntefli

Spennuþrungið loft. Björgvin með betra en Þór hélt jafntefli

Facebook athugasemdir