Friðriksmót Landsbankans: Héðinn Steingrímsson Íslandsmeistari í hraðskák

Jafntefli

Jafntefli

Friðriksmót Landsbankans – Íslandsmótið í hraðskák fór fram í dag í útibúi Landsbankans við Austurstræti 11. 82 keppendur tóku þátt, þar af 6 stórmeistarar og 4 alþjóðlegir meistarar.

Staðan fyrir lokaumferðina var þannig að Héðinn Steingrímsson var efstur með 8,5 vinninga af 10 og tefldi við Jón Viktor Gunnarsson í lokaumferðinni. Jón Viktor, Helgi Ólafsson og Henrik Danielsen voru allir með 8 vinninga.

Héðinn gerði jafntefli við Jón Viktor í lokaumferðinni og Helgi Ólafsson og Henrik unnu báðir sínar viðureignir. Þeir voru því allir með 9 vinninga af 11 mögulegum, en stórmeistarinn Héðinn Steingrímsson var úrskurðaður sigurvegari eftir stigaútreikning.

Mótið á Chess-Results

FRIÐRIKSMÓTIÐ 2014 - VETTVANGSMYNDIR-ESE 13.12.2014 16-55-20.2014 16-55-20

EFSTU MENN OG þorsteinn þorsteinsson útibússtjóri LI

Efstu menn og Þorsteinn Þorsteinsson útibússtjóri LI – Myndir Einar S. Einarsson

Friðriksmótið - helstu úrslit 13.12.2014 16-44-49

FRIÐRIKSMÓTIÐ  2014 13.12.2014 21-26-09

 

 

Facebook athugasemdir