Friðrik mætir til leiks í Flugfélagssyrpunni: Þriðja mótið í hádeginu á föstudag

Helgi Ólafsson - Héðinn Steingrímsson - Hjörvar Steinn Grétarsson - Flugfélagsmót HróksinsGoðsögnin Friðrik Ólafsson mætir til leiks á 3. Flugfélagsmóti Hróksins sem fram fer í hádeginu á föstudag í Pakkhúsi Hróksins við Geirsgötu 11. Alls eru mótin 5 og fær sigurvegari heildarkeppninnar ferð fyrir 2 til Grænlands. Aðrir keppendur geta einnig unnið slíkan vinning í happdrætti Flugfélagssyrpunnar.

Héðinn Steingrímsson stórmeistari er efstur í heildarkeppninni með 9,5 vinning, eftir að hafa sigrað á báðum fyrstu mótunum. Meðal annarra meistara sem taka þátt í Flugfélagssyrpunni eru stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson, Hannes H. Stefánsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Helgi Áss Grétarsson.

Mótin eru opin öllum skákáhugamönnum og er þátttaka ókeypis.

IMG_3754

Pakkhús Hróksins er í vöruskemmu Brims hf. við Reykjavíkurhöfn. Það stendur við Geirsgötu 11, gegnt DV. Nóg er af bílastæðum kringum bygginguna. Mótið hefst kl. 12:10 og eru tefldar 5 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma. Ef keppendur eru seinir fyrir, geta þeir komið inn í mótið í 2. eða 3. umferð.

Skráið ykkur hér!

Facebook athugasemdir