Vinaskákfélagið var stofnað sumarið 2003 af liðsmönnum Hróksins og hefur skákstarfið í Vin, Hverfisgötu 47, síðan blómstrað og vakið mikla athygli. Æfingar eru á mánudögum klukkan 13 en teflt er í Vin flesta daga, og
reglulega eru haldin stórmót.
Vinaskákfélagið teflir fram glaðbeittum skáksveitum á Íslandsmóti skákfélaga og tekur virkan þátt í skáklífinu á Íslandi.
Fjölmargir einstaklingar hafa í gegnum árin tekið þátt í starfi Vinaskákfélagsins og í umsögn starfsmanna Vinjar segir meðal annars:
,,Það má fullyrða að stofnun Vinaskákfélagsins hafi verið hvalreki fyrir starfsemina í Vin, athvarfi fólks með geðraskanir. Ugglaust hefur samstarfið stuðlað að því að rjúfa einangrun margra
einstaklinga, sem ella hefðu sokkið dýpra og átt erfiðra með að tileinka sér eðlileg mannleg samskipti, ef ekki hefði komið til hin öfluga starfsemi skákfélagsins og tenging þess við starfsemina í Vin.“
Róbert Lagerman er forseti Vinaskákfélagsins og með honum í stjórn eru Hrafn Jökulsson og Jón Birgir Einarsson.
Allir eru hjartanlega velkomnir á æfingar og mót Vinaskákfélagsins. Þátttaka kostar ekkert og ánægjan oggleðin eru alltaf höfð að leiðarljósi.
• Frétt RÚV frá 10 ára afmæli Vinaskákfélagsins
• Facebook-síða Vinaskákfélagsins
.