Hrókurinn í Hringnum: Tíminn er dýrmætasta gjöfin

Barnaspitali_HringsinsHrókurinn hefur heimsótt Barnaspítala Hringsins vikulega síðan sumarið 2003. Þar er teflt og spjallað við börnin á hinni vistlegu og notalegu leikstofu, sem er sannkallaður griðastaður fyrir börnin. Liðsmenn Hróksins, þeir Róbert Lagerman og Hrafn Jökulsson, hafa þannig gegnum árin teflt við hundruð barna, allsstaðar að af landinu.

 Þegar 10 ára heimsóknarafmæli var fagnað 2013 sögðu Gróa og Sibba, starfsmenn leikstofunnar í umsögn, um starf Hróksins í Hringnum:

 „Síðastliðin 10 ár hafa Róbert og Hrafn frá skákfélaginu Hróknum komið samviskusamlega á fimmtudögum til að tefla við börnin.4
Þeir nálgast börnin á jafnréttisgrundvelli og fara þau glöð og stolt frá taflborðinu að leik loknum. Skáklistin er alþjóðlegt tungumál og þar er enginn þröskuldur. Skákin eykur mjög fjölbreytni í starfi okkar á leikstofunni. Við leikskólakennarar þökkum þeim kærlega
fyrir þeirra frábæra framlag í þágu veikra barna.“

Sjónvarpið kom í heimsókn í tilefni skákafmælisins Í hringnum, og í viðtali sagði Sigurborg Guttormsdóttir, forstöðukona1a leikstofunnar að Hróksmenn hefðu gegnum árin gefið börnunum mikið. „Tíminn skiptir öllu, hann gerir það. Og við finnum það náttúrulega líka sjálf í þessu þjóðfélagi okkar, hvað það er mikill hraði á öllu. Það er mikilvægt að gefa börnunum tíma og gefa af sér.“

 Hetjurnar á barnaspítalanum hafa þó gefið Hróknum miklu meira og í viðtali við Sjónvarpið sagði Róbert að Hringurinn væri sinn uppáhaldsstaður í lífinu og hann hlakkaði alltaf til að koma í heimsókn. Aðspurður hvort Hróksmenn ætluðu að halda áfram í 10 ár til viðbótar sagði Róbert: Við stefnum nú helst að 20 eða 30 árum í viðbót!