Frábær skákhátíð Hróksins á Grænlandi: Skák, leikföng, föt og gleði

4Liðsmenn Skákfélagsins Hróksins voru á ferð á Austur-Grænlandi síðastliðna viku. Efnt var til fjölda viðburða og mikið af góðum og vönduðum fatnaði komst í góðar hendur. Hrókurinn hefur staðið að landnámi skákar og vináttu á Grænlandi síðan árið 2003 og skipulagt meira en 50 hátíðir vítt og breitt um hið mikla nágrannaland.

Hrafn Jökulsson forseti Hróksins stýrði leiðangri Hróksmanna til Kulusuk, næsta nágrannþorps Íslands. Þar var efnt til útiskákhátíðar á aðaltorginu, auk þess sem Hróksmenn heimsóttu leikskóla þorpsins með mikið af góðum og skemmtilegum leikföngum og búnaði.

Í Tasiilaq, höfuðstað Austur-Grænlands, voru Jón Grétar Magnússon og Hugrún Þorsteinsdóttir leiðangursstjórar, ásamt Jökli, Ebbu og Steinunni Jóns– og Hugrúnarbörnum. Þau mættu klyfjuð úr fata söfnun Hróksins og fóru og heimsóttu ellefu fjölskyldur í Tasiilaq með glaðning frá Íslandi.

DSC_7041Helstu bakhjarlar Hróksins að þessu sinni voru Flugfélag Íslands, Brim, MótX, Nói Síríus, PENNINN, Ísspor, prjónahópar Rauða krossins og Gerðubergs, auk fjölmargra einstaklinga.

Framundan eru fjölmörg verkefni Hróksins á Íslandi og Grænlandi. Liðsmenn stefna að 12 heimsóknum til Grænlands áður en árið er úti, og fjölþættu starfi í í þágu skákáhugamanna úr öllum áttum á Íslandi. Kjörorð Hróksins eru: Við erum ein fjölskylda.

 

Myndagallerí

Facebook athugasemdir