Frábær Flugfélagssyrpa Hróksins: Fullt hús hjá Þresti á þriðja mótinu — Héðinn efstur í heildarkeppninni

1

Helgi Áss Grétarsson stórmeistari hefur verið með í öllum þremur mótum Flugfélagssyrpunnar. Þröstur Þórhallsson mætti til leiks eins og Sesar á þriðja mótinu: Kom, sá og sigraði.

Stórmeistarinn Þröstur Þórhallsson (2432) var í banastuði á 3. mótinu í Flugfélagssyrpunni, sem fram fór í hádeginu á föstudag í Pakkhúsi Hróksins. Þröstur sigraði í öllum skákum sínum, hlaut 5 vinninga, en með 4 vinninga komu Helgi Áss Grétarsson (2488), Dagur Arngrímsson (2400), Héðinn Steingrímsson (2543) og Ingvar Þór Jóhannesson (2349).

Héðinn hefur forystu í heildarkeppninni, þegar þremur mótum af fimm er lokið, en allt getur ennþá gerst. Sigurvegari er sá sem nær bestum heildarárangri í þremur mótum. Héðinn er kominn með 13,5 vinning en Helgi Ólafsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og sigurvegari dagsins eiga allir möguleika á að skáka Héðni á endasprettinum. Til mikils er að vinna: Ferð fyrir 2 til Grænlands með Flugfélagi Íslands.

Keppendur voru 27 og var mótið bráðskemmtilegt og spennandi. Greinilegt er að skákmenn kunna vel að meta að geta tekið þátt í skemmtilegum og snaggaralegum hraðskákmótum í hádeginu.

Næsta mót í Flugfélagssyrpunni fer fram föstudaginn 3. október.

Lokastaðan á 3. mótinu í Flugfélagssyrpu Hróksins:

Heildarstaðan

Kristbergsson

Björgvin Kristbergsson tók sér frí úr vinnu til að geta verið með. Hann stóð sig frábærlega og uppskar 2 vinninga.

3

Hver er þessi bleiki?! Héðinn Steingrímsson í þungum þönkum. Er mjög sigurstranglegur í Flugfélagssyrpunni. Hefur teflt á öllum þremur mótunum og uppskorið 13,5 vinning af 15. Á þess kost að bæta árangurinn enn frekar í 2 síðustu mótunum og gulltryggja Grænlandsferðina.

4

Kempur tvær. Vestfirðingurinn Einar S. Einarsson, heiðursfélagi Skáksambands Íslands og einn helsti skákfrömuður okkar síðustu áratugi, og tónsnillingurinn Arnljótur Sigurðsson sem er af aristókratískum ættum á Norðurlandi.

IMG_4138

Hinn þaulreyndi meistari Sæbjörn Guðfinnsson stóð sig með prýði á mótinu og gerði m.a. jafntefli við Björn Þorfinnsson. Hann mátti hinsvegar játa sig sigraðan gegn Héðni Steingrímssyni í 1. umferð.

 

IMG_4140

Finnur Kr. Finnsson verður áttræður í febrúar á næsta ári. Frábær liðsmaður íslenskrar skákhreyfingar í áratugi.

IMG_4141

Guðmundur Jónas Haraldsson er lykilmaður við skipulagningu og framkvæmd margra stórviðburða á vegum Hróksins. Leikstjóri, leikari og tónlistarmaður m.m.

IMG_4142

Bragi Halldórsson hefur um árabil verið meðal okkar bestu skákmanna. Hér fylgist stórmeistarinn og lögspekingurinn Helgi Áss Grétarsson með næsta leik Braga…

IMG_4146

Gunnar Björnsson, forseti Skáksambandsins, tefldi af hörku, stjórnaði mótinu af mildi og sló á létta strengi að venju. Hér er forsetinn óvenju alvörugefinn að sjá.

IMG_4147

Góð saman: Friðrik Örn Egilsson, Sæbjörn Guðfinnsson, Kristján Örn Elíasson, Guðfinnur Kjartansson — og kát grænlensk hefðarkona.

IMG_4150

Vinir og samherjar. Hvað ætli Guðfinnur og Einar hafi tekið margar skákir gegnum tíðina?

IMG_4157

Alþjóðlegi meistarinn Dagur Arngrímsson varð fyrstur til að leggja Héðin Steingrímsson stórmeistara að velli í Flugfélagssyrpu Hróksins.

IMG_4159

Hjálmar Sigurvaldason, einn dyggasti liðsmaður Vinaskákfélagsins, og Björgvin Kristbergsson.

IMG_4165

Hvítur bangsi, alþjóðameistari með hvítt, hvítur hafís…

IMG_4166

Kristján Örn Elíasson, einn af stofnendum Hróksins, og Stefán Bergsson framkvæmdastjóri Skákakademíu Reykjavíkur. Þarna hafði Stefán betur í epískri skák.

IMG_4170

Ágúst Örn Gíslason er skæður sóknarskákmaður og lagði m.a. Arnljót Sigurðsson, sem er mesti fórnarskákmaður reykvískra kaffihúsa þessi misserin.

IMG_4172

Pakkhús Hróksins er frábær skákstaður. Þar er tekið á móti fötum í söfnun fyrir börn á Austur-Grænlandi.

IMG_4175

Björn lætur sig dreyma um ís.

IMG_4180

Elvar Guðmundsson. Einn sá besti um árabil. Genginn til liðs við Vinaskákfélagið!

IMG_4181

Gunnar Freyr Rúnarsson. Ódrepandi baráttujaxl og sannkallaður víkingur.

 

Facebook athugasemdir