Topalov heyrir eftir skákina að hann hefði getað leikið leik sem hugsanlegu settu Magnus í vandræði

Fórnarskák frá Topalov

Búlgarinn Veselin Topalov er einn færasti sóknarskákmaður nútímans. Ef til vill er ósanngjarnt að í sögubókunum verður hans ávallt minnst fyrir að vera fórnarlambið í fallegustu skák Garry Kasparov.

Topalov varð þó síðar FIDE Heimsmeistari og vann gegn Kasparov í síðustu opinberu skák Garry og hefur því undan litlu að kvarta.  Á nýafstöðunu Ólympíumóti í Tromsö var Topalov með bestan árangur á fyrsta borði með frammistöðu vel yfir 2900 elóstigum. „Topa“ er því enn í fullu fjöri enda aðeins 39 ára þrátt fyrir langan feril.

Í skák dagsins etur hann kappi við mjög sterkan rússneskan stórmeistara, Andrei Kharlov. Eftir rólega stöðuuppbyggingu fórnar Topalov skiptamun. Síðar er hann orðinn hróki undir og takið svo eftir kaldhæðninni þegar hann nær loks liði til baka bara til að krefjast þess að verða aftur hróki undir nokkrum leikjum síðar!

Skákin er úr Heimsmeistarmótinu í Tripoli árið 2004 þegar FIDE var með útsláttarmót áður en Heimsmeistaratitilinn var síðar sameinaður.

Facebook athugasemdir