Flugfélagssyrpan að hefjast: Allir velkomnir! Skráið ykkur sem fyrst

Hannes HlífarSkákmenn af öllum stigum hafa þegar skráð sig til leiks í Flugfélagssyrpu Hróksins. Fyrsta mótið verður haldið í hádeginu föstudaginn 12. september í Pakkhúsi Hróksins, sem er í vöruskemmu Brims hf., Geirsgötu 11, alveg við gömlu höfnina. Fánar og blöðrur munu vísa veginn.

Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst. Tefldar verða 5 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma. Mótið hefst klukkan 12:10 og lýkur um klukkan 13. Sigurvegari syrpunnar fær ferð fyrir 2 til Grænlands með Flugfélagi Íslands. Þá verður nafn eins keppanda dregið út, og sá heppni fær líka ferð fyrir 2 til ævintýralandsins Grænlands.

Finnur Kr FinnssonStórmeistarar og áhugamenn jafnt sem ungmenni og eldri kempur eru á keppendalistanum. Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson, Hannes H. Stefánsson og Hjörvar Steinn Grétarsson eru allir skráðir til leiks, auk Íslandsmeistarans 2014, Guðmundar Kjartanssonar, og sterkra skákmanna á borð við Róbert Lagerman og Ingvar Þór Jóhannesson.

untitled7Af öðrum kunnum köppum má nefna Inga Tandra TraustasonFinn Kr. Finnsson, Óskar Long, Gauta Pál Jónsson og skákfóstbræðurna úr Vinaskákfélaginu, Hjálmar Hrafn Sigurvaldason og Hörð Jónasson.

Keppandi sem mætir á öll mótin í Flugfélagssyrpu Hróksins á fimm sinnum meiri möguleika að hreppa stóra vinninginn en sá sem teflir aðeins á einu móti.

Skákáhugamenn eru hvattir til að taka þátt í skemmtilegu hraðskákmóti.

LEIÐBEININGAR UM STAÐSETNINGU

Pakkahús Hróksins er í vöruskemmu Brims hf. við Geirsgötu 11. Þetta er risastór vöruskemma við gömlu höfnina, í grennd við Hamborgarabúlluna, Kaffi Haiti og DV. Næg bílastæði eru við bygginguna fyrir keppendur á skákmótinu. Nánari upplýsingar veita Róbert Lagerman í síma 696 9658 og Hrafn Jökulsson í síma 695 0205.

Sendið skráningu sem fyrst á hrokurinn@gmail.com eða skráið ykkur hér: http://hrokurinn.is/category/fatasofnun/flugfelagsmotid/

Smella á mynd fyrir street view

Smella á mynd fyrir street view

Facebook athugasemdir