Flugfélagssyrpa Hróksins: Hádegismót næstu 5 föstudaga — Grænlandsferðir í verðlaun!

Jóhann, Sigurlaug, Hjörtur og Jónína á Grænlandi 2004.

Jóhann Hjartarson sigraði á Grænlandsmótinu í Tasiilaq 2004. Hér er meistarinn ásamt fjölskyldu í faðmi grænlenskra fjalla. Jóhann er stigahæsti skákmaður Íslands. Hann komst í undanúrslit heimsmeistarakeppninnar og var um árabil stigahæstur á Norðurlöndum. Teflir í Flugfélagssyrpu Hróksins.

Flugfélagssyrpa Hróksins 2014 hefst föstudaginn 12. september kl. 12.10 í Pakkahúsi Hróksins við Reykjavíkurhöfn. Tefldar eru 5 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma á 5 mótum sem haldin verða næstu 5 föstudaga. Gefin eru stig fyrir frammistöðu og telja 3 bestu mótin. Sigurvegari syrpunnar fær ferð fyrir 2 til Grænlands með Flugfélagi Íslands. Í lokin verður nafn eins keppanda dregið út og fær viðkomandi lukkunnar pamfíll sömuleiðis ferð fyrir 2 til Grænlands.

Meðal keppenda verða skákmeistararnir Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson, Róbert Lagerman og Ingvar Þór Jóhannesson. Mótin eru öllum opin og þáttaka er ókeypis.

DSC_0287

Helgi Ólafsson, þriðji stórmeistari Íslendinga (á eftir Friðriki Ólafssyni og Guðmundi Sigurjónssyni) og margfaldur Íslandsmeistari. Skólastjóri Skákskólans og höfundur bókar um Bobby Fischer. Einhver besti hraðskákmaður íslenskrar skáksögu.

Helgi ÓlafssonHelgi ÓlafssonHelgi ÓlafssonFlugfélagssyrpan er haldin í Pakkahúsinu, sem vígt var um síðustu helgi. Þar er miðstöð fatasöfnunar Hróksins og félaga fyrir börn á Austur-Grænlandi. Þessi frábæra aðstaða, sem Brim hf. leggur til, hentar líka mjög vel til taflmennsku. Pakkahúsið er í vöruskemmu Brims hf. við Geirsgötu, rétt hjá Hamborgarabúllunni og beint á móti DV. Skimið eftir fánum og blöðrum.

Með Flugfélagssyrpunni vilja Hrókurinn og FÍ krydda skáklífið með skemmtilegum og snörpum hraðskákmótum, þar sem léttur andi ríkir. FÍ hefur frá upphafi staðið með Hróknum að landnámi skákíþróttarinnar á Grænlandi, auk þess að styðja mörg önnur samfélagsverkefni hjá okkar góðu nágrönnum.

Keppendur eru hvattir til að skrá sig sem fyrst.

IMG_3588

Pakkahúsið! Þetta er vöruskemma Brims hf. við Geirsgötu. Þarna verður teflt í hádeginu, næstu 5 föstudaga.

Facebook athugasemdir