Flugeldasýning Friðriks í Hastings

Um áramótin 1953/4 tók Friðrik Ólafsson þátt í skákþinginu fræga í Hastings. Friðrik var þá á 19. ári og að springa út sem einn efnilegasti skákmaður heims. Árið 1953 hafði hann bæði sigrað á Íslandsmótinu og Norðurlandamótinu, og á næstu árum komst hann í hóp þeirra bestu.

Friðrik stóð sig með prýði í Hastings, varð í 4.-7. sæti af 10 keppendum, en efstir urðu hinn breski Conel Hugh O’Donel Alexander (1909-74) og rússneski snillingurinn David Bronstein (1924-2006). Bretinn með langa nafnið, sem var einn af helstu dulmálssérfræðingum bandamanna í seinni heimsstyrjöldinni, náði þarna besta árangri lífs síns.

Friðrik tefldi hinsvegar glæsilegustu skák mótsins, gegn  Robert Wade (1921-2008) sem ættaður var frá Nýja-Sjálandi.

Friðrik birtir skákina í bók sinni Við skákborðið í aldarfjórðung — 50 valdar sóknarskákir undir fyrirsögninni: ,,Mesta sóknarskákin“.

Djásn úr skríni Friðriks, gjörið svo vel!

Facebook athugasemdir