Flóttakóngur á frægðarbraut

Kári ElíssonStundum þegar menn fórna þá sjá þeir ekki fyrir beint mát heldur sókn gegn kóngi andstæðingsins og hugsa sem svo: Hann verður einhvernveginn mát,ég hef það á tilfinningunni! En tilfinningar í skák er eitthvað sem er valt að treysta en samt gerir maður það öðru hvoru! Hér annarstaðar á síðunni má sjá skák með Henrik Danielsen sem sleppur með flóttakóng sinn úr ævintýrum. Það er alltaf gaman að sjá flóttakónga sleppa þótt mörg dæmi séu til um hið gagnstæða. Oftast hefjast slík ævintýri á því að kóngurinn er nauðbeygður til fararinnar.

Í eftirfarandi skák sem var tefld Bandaríkjunum 1946 fórnar svartur biskup á hefðbundnum stað með: 9.Bxf2+!.. Fórnin er öflug en nokkrum leikjum síðar þarf svartur að taka nokkuð erfiða ákvörðun um framhaldið hvort hann eigi að skáka með 12.Df4+ eða eitthvað annað. Það er engan beinan vinning að sjá þótt svartur hafi betra. Það er líka önnur drottningarskák til…

bisguierArthur Bisguier sem þarna var unglingameistari Bandaríkjanna og síðar stórmeistari og þrisvar sigurvegari á Opna Bandaríska og svo Bandaríkjameistari árið 1954, ákvað að láta skeika að sköpuðu og fórnaði öðrum manni með 12.Df2+?!… Hann sá fyrir sér þvingaða stöðu þar sem hvíti kóngurinn myndi hrekjast yfir á c6 og þar yrði hann einhvernveginn mát… En þar sem svartur hafði aldrei tíma til að hróka sjálfur þá átti hvítur möguleika á að bjarga eigin skinni og ráðast jafnframt að kóngi hins..

Hvítt: Howard Bernstein
Svart: Arthur Bisguer
USA 1946
Drottningarbragð

Og svartur gafst upp þar sem hann er óverjandi mát.

Facebook athugasemdir