Skák dagsins

Lilja leggur Officer

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir skákdrottning vor allra fagnar 45 ára afmæli í dag, og við fögnum með henni. Hér er skák eftir Lilju í tilefni dagsins, þar sem hún lætur skosku skákkonuna Amy Officer finna til tevatnsins. Lilja hefur 11 sinnum orðið Íslandsmeistari í skák og margoft teflt undir fána Íslands. Hún hefur álíka margar háskólagráður og Georg Bjarnfreðarson, en er ...

Lesa grein »

Amman í skákinni gaf engin grið

Birna Norðdahl var orðin 56 ára þegar hún fór í fyrsta skipti til útlanda; það var árið 1975 þegar hún tefldi undir fána Íslands í Sex landa keppninni, sem svo var kölluð. Síðar átti Birna eftir að fara tvisvar til útlanda og í bæði skiptin í þágu skákgyðjunnar — á ólympíumótin í Buenos Aires og Möltu, árin 1978 og 1980. ...

Lesa grein »

Aldurhniginn Íslandsvinur í stuði

Margir af helstu skákmeisturum síðustu áratuga sitja nú að tafli í Dresden. Gullaldarliðið okkar keppir á HM skáksveita 50 ára og eldri, en fjörið er síst minna í flokki skáksveita 65 ára og eldri. Þar eru Rússar í fararbroddi, þegar tvær umferðir eru eftir. Í sveit þeirra eru kempur á borð við Evgeny Sveshnikov, Yuri Balashov og Evgeni Vasiukov. Sá ...

Lesa grein »

Mönnum fórnað í akkorði

Armenski skákjöfurinn Rafael Vaganian náði að snúa á Jóhann Hjartarson í 5. umferð HM skáksveita 50 ára og eldri. Vaganian var sjálfum sér líkur í skákinni — fórnaði skiptamun og blés ótrauður til sóknar með biskupapar og herskáan kóng í fremstu víglínu. Þessi litríki skákmaður fæddist í Yerevan 15. októer 1951 og tilheyrir þannig frægasta skákárgangi sögunnar — þetta ár ...

Lesa grein »

Læknir bregður fæti fyrir stórmeistara

,,Eitt furðulegasta skákmót sem ég hef tekið þátt í fór fram í Heimaey árið 1985 í þrúgandi nærveru rjúkandi eldfjalls…“ Með þessum orðum hófst pistill eftir Nigel Short í enska stórblaðinu Sunday Telegraph árið 2004, þar sem hann rifjaði upp fyrstu heimsókn sína til Íslands. Alþjóðlega mótið í Vestmannaeyjum var á margan hátt sögulegt, eins og lesendur okkar hafa fengið ...

Lesa grein »

,,Furðulegt skákmót“ — fyrsti sigur Shorts á Íslandi

Árið 1985 kom Nigel Short í fyrsta skipti til Íslands. Hann var meðal keppenda á ,,einhverju furðulegasta skákmóti sem ég hef nokkru sinni tekið þátt í“ einsog hann komst að orði, þegar hann rifjaði upp sögufrægt alþjóðamót í Vestmannaeyjum, sem Jóhann Þórir Jónsson stóð fyrir. Short hélt upp á tvítugsafmælið sitt í Heimaey 1. júní þetta ár, og því var ...

Lesa grein »

Sex drottningar!

Í öllum peðum leynist fósturvísir að drottningu og fátt finnst skákmönnum skemmtilegra en ýta litlu peði upp í borð. Það er hinsvegar fátítt að margar drottningar séu samtímis á taflborðinu, enda eru þær bæði ráðríkar og plássfrekar. Áhugamaður um drottningar fór yfir 7 milljón þekktar skákir frá árunum 1475 til 2014 og fann aðeins sautján skákir þar sem fimm til ...

Lesa grein »

Af því ég er Bogoljubov!

Efim Dimitrievich Bogoljubov fæddist 14. apríl 1889 í Kænugarði, sem tilheyrði rússneska keisaraveldinu. Hann var hreint ekkert undrabarn í skákinni en kleif metorðastigann hægt og bítandi. Þegar fyrri heimsstyrjöldin hófst 1914 sat Bogoljubov að tafli á skákmóti í Mannheim í Þýskalandi og var kyrrsettur ásamt tíu öðrum rússneskum skákmönnum. Fjórum var sleppt um haustið (þeirra á meðal Alekhine) en Bogoljubov ...

Lesa grein »

Jóhann stöðvar sigurgöngu Shorts

Árið 1987 stóðu Skáksamband Íslands og IBM fyrir sterkasta skákmóti sem haldið hafði verið á Íslandi, IBM Super Chess Tournament. Keppendurnir tólf voru allir stórmeistarar, fjórir Íslendingar og átta útlendingar. Viktor Korchnoi var stigahæstur, en sá mikli bardagamaður náði sér ekki almennilega á strik og tapaði fjórum skákum á mótinu, m.a. gegn Jóni L. Árnasyni og Jóhanni Hjartarsyni. Nigel Short ...

Lesa grein »

Kóngur í vígahug

Enska goðsögnin Nigel Short, f. 1965, mætir Hjörvari Steini Grétarssyni í MótX-einvíginu í Salnum í Kópavogi, helgina 21.-22. maí. Short vakti kornungur athygli fyrir snilld sína, enda sannkallað undrabarn í skák. Hann tefldi við sjálfan Garry Kasparov um heimsmeistaratitilinn 1993, sama ár og Hjörvar Steinn fæddist í þennan heim. Short, sem sigrað hefur á ótal alþjóðlegum skákmótum, varð efstur á ...

Lesa grein »

Svarti dauði lagður að velli

Johannes Zukertort var einn litríkasti og hæfileikamesti skákmaður 19. aldar, fæddur í Lublin í Póllandi 7. september 1842 og lést 1888, aðeins 45 ára gamall. Sitthvað er óljóst um ævi þessa snillings, en víst er að hann var kominn á unglingsár þegar hann lærði mannganginn. Hann varð lærisveinn hins mikla Adolfs Anderssens og náði að leggja hann í einvígi 1871. ...

Lesa grein »

Fórnir í Frakklandi: Fiona Steil-Antoni malar mótherjann

Frakklandsmót skákfélaga hófst á laugardag. 12 sterkustu lið landsins mætast í keppni um meistaratitilinn, en deildin er ein af þrem allra sterkustu í heimi. Tefldar eru 11 umferðir, eða allir við alla og er teflt á 8. borðum. Keppendalistinn er ekki af verri endanum, en þar sitja m.a. að tafli: Wesley So (2775), Anish Giri (2775), David Navara (2754) og Radoslaw Wojtaszek (2740). Ekki má ...

Lesa grein »

Paul Charles Morphy blindmátar Lundúni

Lögmaðurinn Paul Charles Morphy (1837 – 1884) er af mörgum talinn einn snjallasti skákmeistari sinnar kynslóðar og jafnvel fyrr og síðar; Hvað sem því líður, er ljóst að hann var undrabarn sem kenndi sjálfum sér að tefla með því að fylgjast með föður sínum og föðurbróðir takast á við Caissu. Hann fæddist inn í efnaða fjölskyldu í New Orleans og ...

Lesa grein »

Khanty-Mansiysk: Ein skák, tvö jafntefli!

Fjórða og síðasta Grand-Prix mótið í samnefndri mótaröð FIDE fer nú fram í sjálfsstjórnarríkinu Khanty-Mansiysk í Rússlandi. Landið er eitt helsta olíuframleiðslusvæði Rússa og framleiðir um helming allrar olíu landsins. Efstu tvö sætin úr heildarkeppninni (fjögur mót) veita þátttökurétt í áskorendamótinu, en þar verður teflt um hver verður næsti áskorandi heimsmeistarans, Magnúsar Carlsen. Staðan í mótaröðinni er m.a. hér. Í 9. umferð (af ...

Lesa grein »

Glaðbeittir riddarar á kantinum

Einn er sá atburður sem öðrum fremur markar vetrarlok og vorkomu í veröld skákmanna – síðari hluti Íslandsmóts Skákfélaga. Fleiri hundruð spekúlanta og séntelmenna eiga þangað erindi og heyja köflótta baráttu um titla, deildarsæti eða um hylli skákgyðjunnar, Caissu. Þótt ávallt sé stillt upp með sama hætti, er ekki þar með sagt að skákirnar verði allar eins. Skákstílar eru nefnilega jafn mismunandi og ...

Lesa grein »

Stórmeistarajafntefli Shak og Valla

Reykjavíkurskákmótið stendur nú sem hæst. Teflt er í glæsihýsinu Hörpu og er fjöldi þátttakenda meiri en áður hefur þekkst. Fjöldi hliðarviðburða eru samfara mótshaldinu – Má nefna: knattspyrnumót, hraðskákmót, pub quiz spurningakeppni, kotrumót og margt fleira. Hliðarviðburðir eru tilgreindir sérstaklega á heimasíðu Reykjavíkurskákmótsins. Einn af þessu viðburðum var fjöltefli við ofurstórmeistarann og stigahæsta keppanda mótsins; Shakhriyar Hamid oglu Mammadyarov (2756), stundum nefndur ...

Lesa grein »

Sterkur biskup Artúrs í Reykjavík

Reykjavíkurskákmótið stendur nú sem hæst. Enn eitt árið hefur fjöldi keppenda náð nýjum hæðum og allt stefnir í afar spennandi mót. Teflt er í glæsihýsinu Hörpu og veislunni er útvarpað og sjónvarpað um allan heim. Mótið í ár er tileinkað goðsögninni og heiðursborgara Reykjavíkur, Friðriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara íslendinga sem nýverið fagnaði 80 ára afmæli. Hægt er að fylgjast með útsendingum ...

Lesa grein »

Skákþing Reykjavíkur: Tveggja Daga forysta Arngrímssonar og Ragnarssonar

Ljóst er að baráttan á Skákþingi Reykjavíkur er hörð og Dagamunur á hver eða hverjir eru í forystu. Eftir miklar sviptingar í 3. umferð þar sem nánast allir stigahæstu keppendurnir töpuðu fyrir stigalægri mönnum, er staðan þannig eftir 5 umferðir að IM Dagur Arngrímsson og Fjölnisvélin Dagur Ragnarsson eru í forystu með 4,5 vinninga hvor; Þeir hafa aðeins gert eitt ...

Lesa grein »