Sagnabrunnur

Skákþing Norðlendinga 1957: Minningarmót Sveins Þorvaldssonar skákmanns

Eftir: Svein Kristinsson Þjóðviljinn, sunnudagur 3. nóvember 1957 Skákþing Norðlendinga hefur að þessu sinni verið auglýst á Sauðárkróki og er það í fyrsta sinn, sem mér er kunnugt um að Sauðkræklingar hafi staðið fyrir þessu móti. Langoftast hefur það verið háð á Akureyri, en einhverntíma á Húsavík, að mig minnir og ef til vill á Siglufirði. Er það vel til fallið ...

Lesa grein »

Maðurinn sem sigraði besta skákmann heims og ritskoðaði Shakespeare

Einn er sá skákmeistari, sem hlotnaðist ódauðlegur sess í enskum orðabókum, og það á kostnað höfuðskálds enskrar tungu: Dr. Thomas Bowdler (1754-1825) tók sér fyrir hendur að ritskoða sjálfan Shakespeare, svo sómakærir lesendur hnytu ekki um klúryrði eða klám af nokkru tagi. Bowdler lét sér ekki nægja að skipta út einstökum orðum – blessunin hún Ófelía drukknaði þannig fyrir hreina ...

Lesa grein »

Fyrsta skákmótið á Íslandi sem sögur fara af

Fyrsta skákmótið sem sögur fara af á Íslandi var haldið á vegum Taflfélags Reykjavíkur í janúar 1901. Félagið var formlega stofnað 6. október árið áður og voru stofnendur 29, flestir úr efri lögum mannfélagsins. Liðsmenn hittust á laugardagskvöldum og fjölgaði upp í 40 fyrsta veturinn. Fyrstu stjórn Taflfélagsins skipu Pétur Zóphoníasson verslunarmaður og ættfræðingur, Sigurður Jónsson fangavörður og Sturla Jónsson ...

Lesa grein »

Ungur skáksnillingur heimsækir Ísland

Haustið 1902 kom ungur skáksnillingur til Reykjavíkur með millilandaskipinu Vesta. Hann hélt William Ewart Napier, 21 árs, fæddur á Englandi 1881. Foreldrar hans ákváðu að freista gæfunnar í Bandaríkjunum þegar William var 5 ára og þar komst hann í kynni við skákgyðjuna og þótti snemma afar efnilegur: varð meistari Brooklyn-skákklúbbsins aðeins 15 ára. Sumarið áður en Napier tók land í ...

Lesa grein »

Magnús Carlsen teflir þrjár blindhraðskákir samtímis!

Það er engin nýlunda að stórmeistarar tefli blindskákir, jafnvel margar í einu, það hafa þeir gert frá öræfi alda. Elsta þekkta tilfellið er líklega frá 7. öld, en lögmaðurinn Sa’id Bin Jubair er talinn hafa teflt blindskák fyrstur manna. Fyrsta þekkta dæmið frá Evrópu er frá Fagurborg (Florence) árið 1266. Skákmeistarinn André Danican Philidor sýndi hæfni sína á þessu sviði og ...

Lesa grein »

Besti skákmaður Íslands undir lok 19. aldar var læknir á Ísafirði: Bráðskemmtileg grein um skáklíf vestra í 60 ár

Um aldamótin 1900 fór skákbylgja um Ísland. Taflfélag Reykjavíkur var stofnað um haustið, og í kjölfarið spruttu upp skákfélög um allt land. Maðurinn á bak við þessa vakningu var mesti velgjörðarmaður sem Íslendingar hafa eignast, Daniel Willad Fiske (1831-1904).  Í þessari grein segir skáklífi á Ísafirði og Þorvaldi Jónssyni lækni sem var besti skákmaður Íslands á seinni hluta 19. aldar. ...

Lesa grein »

Ævintýralegt símakapptefli

Undanfarin ár hefir það tíðkast mjög hér á landi, að háðar væri símskákir á milli ýmissa staða. Hafa venjulega viðkomandi taflfélög eða skólar átt frumkvæði að þeim keppnum. Hefir það oft þótt hin bezta skemtun og margir, sem þess hafa átt kost, fylgst með af áhuga, – því oft er tvísýnt um úrslitin. Skák sú, er hér birtist, er ein ...

Lesa grein »

Taflborðs-morðinginn: Skrímslið sem ætlaði að drepa jafn marga og reit­irn­ir eru á skák­borðinu

Alexander Yuryevich Pichushkin fæddist 9. apríl 1974 í grennd við Moskvu. Hann var kallaður Sasha og þótti ljúft barn. Árið 2007 var hann dæmdur fyrir 49 morð. Sjálfur sagðist hann hafa myrt mun fleiri. Hann hafði einsett sér að drepa 64 — eitt fórnarlamb fyrir hvern reit á taflborðinu. Sasha litli þótti ósköp venjulegt barn, en hegðun hans tók gagngerum ...

Lesa grein »

Stríðshetjan sem vann Fischer — Drepinn á skrifstofu skáktímarits og troðið inn í peningaskáp

Hann lærði að tefla þar sem hann lá 19 ára gamall á hersjúkrahúsi í seinni heimsstyrjöldinni árið 1943. Hann hafði barist af hreysti, fengið í sig sprengjubrot og lá nú í sjúkrarúminu og hafði ekkert við líf sitt að gera. Hann drap tímann með skák. Sjaldgæft er að þau sem læra skák svo seint nái langt, en Abe Turner var ...

Lesa grein »

Veitingamenn Hróksins: Skákfélag fæðist á Grandrokk

Össur Skarphéðinsson félagi nr. 125 í Hróknum rifjar upp frumbernsku félagsins á Grandrokk, og segir frá einstæðu og andríku mannlífi á þessum fræga stað sem Karl Hjaltested og Jón Brynjar Jónsson ráku Á Grandrokk stóð Karl Hjaltested veitingamaður vaktina árum saman, ásamt hægri hönd sinni, Jóni Brynjari Jónssyni. Saman sköpuðu þessir skilningsríku veitingamenn skjól fyrir ógleymanlegt samfélag nátthrafna sem kusu ...

Lesa grein »

Fyrsta undrastúlkan í skák: Hin sjö ára Jutta sem gat teflt sex blindskákir samtímis

Sagan af Juttu Hempel er eins og úr ævintýri. Hún fæddist í Flensborg í Þýskalandi 27. september 1960. Þegar hún var þriggja ára gat hún endurtekið, frá byrjun til enda, skákir sem hún horfði á. Daginn sem hún varð sex ára tefldi hún fjöltefli gegn 12 fullorðnum andstæðingum og gjörsigraði.

Lesa grein »

Íslendingar með á Ólympíuskákmóti 1930: Frumraun íslenskra skákmanna á erlendri grund!

Ólympíuskákmótið í Tromsö er hið 41. í röðinni. Íslendingar tóku fyrst þátt í þriðja Ólympíuskákmótinu, sem haldið var í Hamborg 1930. Þetta var í fyrsta skipti sem íslenskir skákmenn tefldu á alþjóðlegu móti. Þarna var sjálfur heimsmeistarinn Alekhine og margir af helstu meisturum samtímans. En íslenska sveitin stóð fyrir sínu.

Lesa grein »

Strákurinn úr Grímsey sem bakaði biskupinn

Miklum sögum hefur farið gegnum aldirnar af skáksnilld Grímseyinga. Willard Fiske heillaðist af goðsögninni um skáksnillingana á heimskautsbaugi, og safnaði öllum tiltækum heimildum um skáklíf í Grímsey. Hér er bráðskemmtileg þjóðsaga, sem Íslendingar í Kaupmannahöfn létu Fiske fá. Hér segir frá ungum skáksnillingi úr Grímsey: Fjórtán ára gamall drengur kom í fylgd föður síns heim á biskupssetrið á Hólum. Þetta ...

Lesa grein »

Mannleg snerting: Um Bobby Fischer, heimsmeistarann sérlundaða sem dó á Íslandi

,,Nothing soothes pain like the touch of a person.“ — Hinstu orð Roberts James Fischers (1943-2008) Honum var líkt við Newton, Beethoven og Einstein. Hann var mesti skákmeistari allra tíma. Hann skoraði Sovétríkin á hólm og sigraði. Hann var þjóðhetja í Bandaríkjunum, heiðursborgari New York, dáður um allan heim og honum stóðu allir vegir færir.

Lesa grein »

Heimsmeistarar í skák: Steinitz, Lasker, Capablanca, Fischer, Carlsen og allir hinir!

Wilhelm Steinitz (17. maí 1836 til 12. ágúst 1900) varð fyrsti heimsmeistarinn í skák, þegar hann lagði snillinginn og ævintýramanninn Johannes Zukertort í einvígi árið 1884. Steinitz lagði grunn að nýjum skilningi á skák, sem byggður var á stöðubaráttu, en fram að hans dögum hafði taktísk sóknartaflmennska verið ríkjandi. Steinitz átti við andlega vanheilsu að stríða síðustu ár ævinnar og ...

Lesa grein »

Ráðgáta frá 16. öld: Hvernig er staðan á taflborðinu?

Sofonisba Anguissola (1530-1625) málaði þessa dásamlegu mynd, sem sýnir systur að tafli. Staðan á borðinu er rannsóknarefni. Hér má lesa meira um þessa stórmerkilegu listakonu, sem var brautryðjandi kvenna á 16. öld.  

Lesa grein »

Íslendingur ,,Taflkappi Canada“ — Við erum fullkomnir jafnokar hinna bestu að andlegu atgervi!

Magnús Magnússon Smith fæddist á Íslandi árið 1869, varð mestur skákmaður í Kanada kringum aldamótin 1900, Kanadameistari 1899, 1904 og 1906. Á undanförnum áratugum höfðu þúsundir Íslendinga freistað gæfunnar í Ameríku, og víða voru öflug íslensk samfélög í Vesturheimi. Íslendingar vestanhafs þurftu sínar hetjur, eins og aðrir, og afrek Magnúsar við skákborðið glöddu Íslendingana ósegjanlega — Magnús sannaði að Íslendingar ...

Lesa grein »

Ísabella brallar með Kolumbusi: Kóngur leggur Ameríku undir í skák

Skák var talsvert útbreidd á Íslandi á seinni hluta 19. aldar, en enginn skipulagður félagsskapur var með skákáhugamönnum. Sáralítið var skrifað um skák í blöðin, en öðru hvoru komu þó fréttir sem glöddu hjörtu skákmanna. Hér er frétt úr Þjóðólfi frá 17. ágúst 1888, sem ber fyrirsögnina ,,Skáktafl og fundur Ameríku“. Og þetta er engin smáfrétt — hún fer hér á ...

Lesa grein »