Krakkafréttir

Heimsmeistaramót barna byrjar í dag: Vignir Vatnar og félagar í ævintýra(skák)ferð til Afríku!

Í dag sest hinn 11 ára gamli Vignir Vatnar Stefánsson að tafli á heimsmeistaramóti barna, sem haldið er í borginni Durban í Suður-Afríku. Með Vigni Vatnari í för eru foreldrar hans og Helgi Ólafsson stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands. Mörg hundruð af efnilegustu börnum og ungmennum heims taka þátt í skákveislunni miklu í Suður-Afríku. Alls er teflt í 12 flokkum, ...

Lesa grein »

Hann heitir Murali og er 15 ára undrastrákur frá Indlandi

Hann er 15 ára strákur frá Indlandi. Í ágúst tefldi hann á mjög sterku opnu móti í Abu Dhabi. Hann vann fjóra stórmeistara í röð og var efstur eftir 7 umferðir af 9. Við segjum ykkur frá indverska undrastráknum Murali. Hann heitir fullu nafni Murali Karthikeyan og fæddist 1. maí 1999. Hann er frá borginni Chennai á Indlandi, en þar fór ...

Lesa grein »

Fyrsta undrastúlkan í skák: Hin sjö ára Jutta sem gat teflt sex blindskákir samtímis

Sagan af Juttu Hempel er eins og úr ævintýri. Hún fæddist í Flensborg í Þýskalandi 27. september 1960. Þegar hún var þriggja ára gat hún endurtekið, frá byrjun til enda, skákir sem hún horfði á. Daginn sem hún varð sex ára tefldi hún fjöltefli gegn 12 fullorðnum andstæðingum og gjörsigraði.

Lesa grein »