Kaffihús Caissu

Breytingar á skáklögum FIDE 1. júlí 2014 – Hvað þarftu að vita?

Ýmsar grundvallarbreytingar voru nýlegar gerðar á skáklögum FIDE sem allir ættu að kynna sér, enda skulu öll FIDE reiknuð mót fylgja þessum nýju reglum. Breytingarnar voru samþykktar á FIDE-þinginu í Tallinn í Eistlandi þann 20. október árið 2013 og tóku gildi þann 1. júlí árið 2014. Á meðal róttækra breytinga eru reglur um ólöglega leiki, en skv. fyrri reglum tapaðist ...

Lesa grein »

Einar Benediktsson: Síðasta þjóðskáldið

Setningarávarp Guðmundar Andra Thorssonar á Afmælismóti Einars Benediktssonar, sem haldið var á veitingahúsinu Einari Ben laugardaginn 1. nóvember 2014. Einar Benediktsson var hið síðasta í röð stórskálda 19. aldar. Hann var líka fyrsta þjóðskáld 20. aldarinnar en um leið hið síðasta. Hann orti ljóð sem rúmuðu allt. Ljóðlínurnar urðu þess vegna stundum svolítið langar og sumt fólk sem er ekki ...

Lesa grein »

Þjóðskáldið og skákgyðjan: ,,Ein mesta skemmtun Einars var að tefla skák við kunninga sína“

Afmælismót Einars Ben fer fram á laugardaginn kl. 14 á samnefndum veitingastað við Ingólfstorg. Skák skipaði stóran sess hjá þjóðskáldinu, eins og glöggt kemur fram í endurminningum eiginkonu hans, Valgerðar Benediktsson. Hún segir: ,,Ein mesta skemmtun Einars var að tefla skák við kunningja sína, og gerði hann það oft í tómstundum sínum. Hann sagði mér, að hann hefði teflt við ...

Lesa grein »

Stórskemmtileg skemmtikvöld hjá T.R.

Taflfélag Reykjavíkur hefur farið vaxandi á síðustu misserum undir styrki stjórn hins metnaðarfulla Björns Jónssonar formanns. Eftir mögur ár er félagið að styrkjast og eflast á öllum sviðum. Í gær varð félagið Hraðskákmeistari Taflfélaga árið 2014 eftir harða baráttu í úrslitaviðureign við Huginn. Einnig virðist félagið ætla að blanda sér í baráttuna á Íslandsmóti Skákfélaga en nokkuð er síðan félagið ...

Lesa grein »

Kínverski sendiherrann sakaður um njósnir — Fékk skák-kápu frá Eggert feldskera — Sjáðu myndirnar!

Sendiherra Kína á Íslandi er horfinn af yfirborði jarðar, og erlendir fjölmiðlar staðhæfa að hann hafi verið handtekinn ásamt eiginkonu sinni — fyrir njósnir í þágu erkióvinanna í Japan. Íslenskir skákmenn þekkja vel til Ma Jisheng sendiherra og konu hans, Zhong Yue, enda voru þau í aðalhlutverkum þegar fjölmenn kínversk skáknefndinefnd kom til Íslands snemma árs 2013. Frægt varð þegar ...

Lesa grein »

Skemmtilegt taktískt þema

Það er alltaf gaman að sjá skemmtilega taktík í skák. Flestir vinsælustu skákmenn sögunnar voru góðir taktísktir skákmenn en það helst auðvitað í hendur við að vera skemmtilegur sóknarskákmaður. Fléttur eða taktík eru oft á tíðum það sem gefa skákunum lit og það er alltaf ákveðinn sigur að koma auga á skemmtilegar leiðir sem andstæðingnum hefur yfirsést. Á skákþjóni nýverið ...

Lesa grein »

Vandræðalegasta skák allra tíma ?

68. hraðskákmót Moskvu fór fram 6. september s.l.. Heiðursgestir á mótinu voru Kirsan Ilyumzhinov forseti FIDE og Valery Telichenko forseti Verkfræðideildar Moskvuháskóla. Þeir félagarnir tefldu skák í tilefni mótsins sem fer hér á eftir. Spurt er: Er þetta vandræðalegasta skák sem tefld hefur verið?

Lesa grein »

Gleðin tær þegar Pakkahús Hróksins opnaði — Sjáið myndirnar!

Einstaklega ljúfur andi sveif yfir vötnum þegar Pakkahús Hróksins var formlega opnað á sunnudaginn. Margir lögðu leið sína niður að Reykjavíkurhöfn, þar sem Hrókurinn hefur fengið mjög hentuga aðstöðu í vöruskemmu Brims hf. við Geirsgötu. Heiðursgestur var frú Vigdís Finnbogadóttir, verndari fatasöfnunar Hróksins og félaga í þágu barna á Austur-Grænlandi. Með Vigdísi í för var Hans Jakob Helms forstöðumaður Grænlandsskrifstofunnar í Folketinget í Danmörku. Helms, er gjörkunnugur grænlenskum málefnum, ...

Lesa grein »

Heimsmeistaraeinvígi Carlsens og Anands: Geta Íslendingar höggvið á hnútinn? Sögulegasta einvígi síðan 1972

Hrafn Jökulsson skrifar. Fimmtudaginn 6. nóvember — eftir 69 daga — eiga Magnus Carlsen og Vishy Anand að setjast að tafli í Sochi í Rússlandi. Heimsmeistaratitillinn er í húfi. Tekst indverska tígrisdýrinu að hrifsa aftur til sín krúnuna frá norska undradrengnum? Eða verður kannski ekkert einvígi? Er klofningur yfirvofandi í FIDE? Það er nú það. Í veðbanka Hróksins eru nefnilega ...

Lesa grein »

Um áhrif eldgosa á skáksöguna

Það var söguleg stund þegar Helgi Ólafsson og Andri Hrólfsson settust að tafli í Vestmannaeyjum laugardaginn 23. janúar 1993. Þeir voru nefnilega að útkljá 20 ára gamla skák. Þeir mættust í síðustu umferð meistaramóts Vestmannaeyja 22. janúar 1973, og fór skákin í bið. Um nóttina hófst eldgosið mikla í Heimaey og allir íbúarnir voru fluttir burt með hraði. Helgi Ólafsson, ...

Lesa grein »

Fidel Castro, meistari Friðrik og Þráinn Bertelsson

Þegar 17. Ólympíuskákmótið hófst í Havana, 23. október 1966, skrifaði eitt af dagblöðunum á Kúbu: ,,Á þessari stundu er land okkar eitt risavaxið taflborð.“ Kúba var föðurland Capablanca, þriðja heimsmeistarans. Hann var trúlega mestur snillingur og náttúrutalent skáksögunnar. Fischer dáði Capablanca umfram aðra. Kúbverjar tjölduðu öllu til. Kommúnistar höfðu náð völdum á eyjunni árið 1961, og þeir höfðu staðið uppi í ...

Lesa grein »

Norska ríkissjónvarpið leiddi Ólympíuliðið sitt í gildru – Versta frammistaða Carlsens í fjögur ár

Tómas Veigar Sigurðarson skrifar af Kaffihúsi Caissu:   Ýmislegt markvert gerðist á nýafstöðnu Ólympíumóti í Tromsö í Noregi. Í dæmaskyni mætti nefna: –  Kínverjar unnu gullið í opnum flokki, fyrstir þjóða utan Evrópu og Bandaríkjanna. –  Rússar unnu gullið í kvennaflokki þriðja árið í röð! –  Judit Polgar, mesta skákkona sögunnar, lék sinn síðasta leik sem atvinnumaður. –  Simen Agdestein, fremsti ...

Lesa grein »

Áfram Búrúndí!

Gaman er að segja frá því að allar sveitirnar á Ólympíumótinu eru komnar á blað. Sveit Búrúndí er að vísu neðst hinna rúmlega 170 keppnissveita, en getur engu að síður státað af 4-0 sigri gegn Salomons-eyjum. Búrúndí er agnarlítið land — svona fjórðungur af stærð Íslands — í suðaustanverðri Afríku. Íbúar eru rétt innan við 10 milljónir svo landið er ...

Lesa grein »

Honum eiga margir gott að gjalda

Arnar Valgeirsson er fæddur í merki krabbans árið 1965. Hann á stærri þátt í starfi Hróksins en flesta grunar. Arnar var starfsmaður í Vin, athvarfi Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir, þegar hann fékk þá flugu í höfuðið að gaman væri að byggja upp skáklíf í athvarfinu. Hróksmenn mættu á svæðið, Vinaskákfélagið var sett á laggirnar, og skákgyðjan var komin ...

Lesa grein »

Ný skákdrottning gerir kröfu til krúnunnar: Kínverska undrastúlkan nálgast Judit Polgar óðfluga

N1 Reykjavíkurskákmótið var haldið í Hörpu, 6. til 13. mars 2012. Mótið var mörgum stjörnum prýtt, og keppendamet var slegið enn einu sinni. Mesta athygli vöktu tvö ungmenni: Ítalinn Fabiano Caruana og kínverska stúlkan Hou Yifan, heimsmeistari kvenna. Caruana sigraði á mótinu, hlaut 7,5 vinning af 9 mögulegum. Á hæla hans komu sjö meistarar með 7 vinninga. Í þeim hópi ...

Lesa grein »

Galdrað með Róbert í Kolgrafarvík: Dularfulla fjórpeðið

Við Róbert Lagerman höfum teflt óteljandi skákir. Hann vinnur auðvitað oftast. En það er langt síðan úrslitin urðu aukaatriði. Nú erum við alltaf að leita að fallegustu útkomunni. Tökum einvígi okkar í Kolgrafarvík sem dæmi. Kolgrafarvík gengur inn af Trékyllisvík í Árneshreppi. Kolbeinsvík er stór, það er eins og hún breiði út faðminn mót norðrinu. Þar er góður reki.

Lesa grein »