Flugfélagsmótið

Grænlandssyrpan í Vin á mánudag: Borgarstjórinn heiðursgestur

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er heiðursgestur á Grænlandsmóti Hróksins og Vinaskákfélagsins, sem haldið verður í Vin mánudaginn 8. júní klukkan 13. Tefldar verða sex umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Þetta er annað mótið í Flugfélagssyrpu FÍ, Hróksins og Vinaskákfélagsins, en sigurvegarinn fær ferð fyrir tvo til Grænlands. Fyrsta mótið í Flugfélagssyrpunni fór fram 4. maí og þar sigraði Róbert Lagerman. ...

Lesa grein »

Héðinn sigraði í Flugfélagssyrpu Hróksins

Héðinn Steingrímsson stórmeistari sigraði í Flugfélagssyrpu Hróksins, sem lauk á föstudag, en margir af bestu skákmönnum landsins tóku þátt í hraðskákmótunum fimm þar sem keppt var um ferð fyrir tvo til Nuuk, höfuðborgar Grænlands. Héðinn sigraði á 3 mótum og var öruggur sigurvegari syrpunnar. Það var hinsvegar Róbert Lagerman sem sigraði með fullu húsi á síðasta móti Flugfélagssyrpunnar. Flugfélagssyrpan var ...

Lesa grein »

Fimmta og síðasta mótið í Flugfélagssyrpu Hróksins á föstudag

Fimmta og síðasta mótið í Flugfélagssyrpu Hróksins fer fram í hádeginu föstudaginn 10. október í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 10, við Reykjavíkurhöfn.  Flugfélagssyrpan hefur slegið í gegn meðal skákmanna og eru flestir bestu skákmenn landsins meðal keppenda, m.a. stórmeistararnir Héðinn Steingrímsson, Jóhann Hjartarson, Hannes H. Stefánsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Helgi Áss Grétarsson, Þröstur Þórhallsson, Stefán Kristjánsson og Íslandsmeistarinn Guðmundur Kjartansson. Mótin ...

Lesa grein »

Héðinn fer með himinskautum í Flugfélagssyrpu Hróksins

Héðinn Steingrímsson stórmeistari sigraði á fjórða mótinu í Flugfélagssyrpu Hróksins, sem haldið var í Pakkhúsi Hrókins í hádeginu á föstudag. Héðinn hlaut 4,5 vinning í 5 skákum og er með örugga forystu í heildarkeppninni. Fimmta og síðasta mótið verður föstudaginn 10. október. Flugfélagssyrpan hefur slegið í gegn hjá skákáhugamönnum, enda svífur léttur og skemmtilegur andi yfir vötnum. Héðinn Steingrímsson kann ...

Lesa grein »

Fjórða Flugfélagsmótið á föstudag: Héðinn efstur — Allir geta unnið ferð til Grænlands!

Fjórða og næstsíðasta mótið í Flugfélagssyrpu Hróksins verður haldið í hádeginu föstudaginn 3. október í Pakkhúsi Hróksins við Reykjavíkurhöfn. Sigurvegari í heildarkeppninni fær ferð fyrir tvo til Grænlands í verðlaun. Þá er einn heppinn keppandi dreginn út og hlýtur sömu verðlaun. Héðinn Steingrímsson stórmeistari er efstur í heildarkeppninni eftir þrjú fyrstu mótin. Mótið á föstudag hefst klukkan 12:10 í Pakkhúsi Hróksins, sem er til húsa í ...

Lesa grein »

Frábær Flugfélagssyrpa Hróksins: Fullt hús hjá Þresti á þriðja mótinu — Héðinn efstur í heildarkeppninni

Stórmeistarinn Þröstur Þórhallsson (2432) var í banastuði á 3. mótinu í Flugfélagssyrpunni, sem fram fór í hádeginu á föstudag í Pakkhúsi Hróksins. Þröstur sigraði í öllum skákum sínum, hlaut 5 vinninga, en með 4 vinninga komu Helgi Áss Grétarsson (2488), Dagur Arngrímsson (2400), Héðinn Steingrímsson (2543) og Ingvar Þór Jóhannesson (2349). Héðinn hefur forystu í heildarkeppninni, þegar þremur mótum af fimm ...

Lesa grein »

Friðrik mætir til leiks í Flugfélagssyrpunni: Þriðja mótið í hádeginu á föstudag

Goðsögnin Friðrik Ólafsson mætir til leiks á 3. Flugfélagsmóti Hróksins sem fram fer í hádeginu á föstudag í Pakkhúsi Hróksins við Geirsgötu 11. Alls eru mótin 5 og fær sigurvegari heildarkeppninnar ferð fyrir 2 til Grænlands. Aðrir keppendur geta einnig unnið slíkan vinning í happdrætti Flugfélagssyrpunnar. Héðinn Steingrímsson stórmeistari er efstur í heildarkeppninni með 9,5 vinning, eftir að hafa sigrað ...

Lesa grein »

Héðinn sigraði á 2. móti Flugfélagssyrpu Hróksins — Róbert og Helgi Áss í 2.-3. sæti

Héðinn Steingrímsson (2536) sigraði á 2. mótinu í Flugfélagssyrpunni, sem fram fór í Pakkhúsi Hróksins í hádeginu á föstudag. Héðinn, sem sigraði líka á 1. mótinu, er því efstur í heildarkeppninni en þrjú mót eru eftir og allt getur gerst. Átján vaskir skákmeistarar mættu til leiks á föstudaginn, þar af þrír stórmeistarar. Héðinn hélt áfram sigurgöngu sinni frá fyrsta mótinu, en ...

Lesa grein »

Mót númer 2 í Flugfélagssyrpu Hróksins í hádeginu á föstudag: Allir geta unnið ferð fyrir 2 til Grænlands

Mót númer 2 í Flugfélagssyrpu Hróksins í hádeginu á föstudag: Allir geta unnið ferð fyrir 2 til Grænlands Annað mótið af fimm í Flugfélagssyrpu Hróksins verður haldið föstudaginn 19. september kl. 12:00 í Pakkhúsi Hróksins, við Geirsgötu 11 í Reykjavík. Til mikils er að vinna í Flugfélagsyrpunni, því sigurvegari í heildarkeppninni fær ferð til Grænlands í verðlaun. Þá er heppinn ...

Lesa grein »

Flugfélagssyrpan – Lokastaðan

Nafn Skákstig Bestu 3 Héðinn Steingrímsson 2536 14 Helgi Áss Grétarsson 2466 12 Róbert Lagerman 2305 12 Erlingur Þorsteinsson 2137 9,5 Gunnar Freyr Rúnarsson 2078 9,5 Bragi Halldórsson 2198 9 Hjörvar Steinn Grétarsson 2543 8 Arnljótur Sigurðsson 1800 7,5 Kristján Stefánsson 1578 7,5 Guðfinnur Kartansson Rósinkranz 1989 7 Hjálmar Sigurvaldason 1506 7 Stefán Bergsson 2035 7 Gunnar Björnsson 2063 6 ...

Lesa grein »

Flugfélagssyrpa Hróksins: Héðinn fer með himinskautum — Sjáið myndirnar — Veislan í Pakkhúsi Hróksins heldur áfram um helgina!

Fimm stigahæstu skákmenn Íslands voru meðal keppenda á fyrsta hraðskákmótinu í Flugfélagssyrpu Hróksins. Keppendur voru alls 26, þar af sex stórmeistarar. Héðinn Steingrímsson (2536 skákstig) sigraði með glæsibrag, hlaut 5 vinninga af 5 mögulegum. Næstur kom Hjörvar Steinn Grétarsson (2548) með 4,5 vinning og í 3. sæti varð Helgi Ólafsson (2543) með 4 vinninga. Flugfélagssyrpan er haldin í Pakkhúsi Hróksins, í vöruskemmu ...

Lesa grein »

Flugfélagssyrpan að hefjast: Allir velkomnir! Skráið ykkur sem fyrst

Skákmenn af öllum stigum hafa þegar skráð sig til leiks í Flugfélagssyrpu Hróksins. Fyrsta mótið verður haldið í hádeginu föstudaginn 12. september í Pakkhúsi Hróksins, sem er í vöruskemmu Brims hf., Geirsgötu 11, alveg við gömlu höfnina. Fánar og blöðrur munu vísa veginn. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst. Tefldar verða 5 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma. ...

Lesa grein »

Líf og fjör framundan: Fatasöfnun, Flugfélagssyrpa og fjöltefli í Pakkhúsi Hróksins

Það er líf og fjör framundan. Margir sterkustu skákmenn Íslands eru skráðir til leiks í Flugfélagssyrpu Hróksins 2014 sem hefst föstudaginn 12. september klukkan 12 í Pakkhúsi Hróksins við Reykjavíkurhöfn. Skákáhugamenn á öllum aldri eru boðnir velkomnir til leiks á fyrsta hádegismótið af fimm.  Sigurvegari syrpunnar fær Grænlandsferð fyrir 2 frá Flugfélagi Íslands, og sömu verðlaun fær heppinn keppandi sem ...

Lesa grein »

Flugfélagssyrpa Hróksins: Hádegismót næstu 5 föstudaga — Grænlandsferðir í verðlaun!

Flugfélagssyrpa Hróksins 2014 hefst föstudaginn 12. september kl. 12.10 í Pakkahúsi Hróksins við Reykjavíkurhöfn. Tefldar eru 5 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma á 5 mótum sem haldin verða næstu 5 föstudaga. Gefin eru stig fyrir frammistöðu og telja 3 bestu mótin. Sigurvegari syrpunnar fær ferð fyrir 2 til Grænlands með Flugfélagi Íslands. Í lokin verður nafn eins keppanda dregið út ...

Lesa grein »