Fatasöfnun

Fatasöfnun Hróksins fyrir börn á Grænlandi: Frábærar undirtektir grunnskólabarna á Íslandi

Krakkarnir í Barnaskólanum í Reykjavík voru í sólskinsskapi í dag þegar við veittum viðtöku fötum og skóm í söfnunina okkar. Mörg falleg bréf og myndir fylgdu með, innpakkaðar gjafir og handunnar bækur — kærleikskveðjur til barnanna á Grænlandi. Íris Helga Baldursdóttir skólastjóri og hin eina sanna Magga Pála fóru fremstar í glöðum og kraftmiklum hópi. Fatasöfnun Hróksins fyrir börn á ...

Lesa grein »

Dýrðlegur dagur í Pakkhúsi Hróksins: Grill og grænlensk gleði!

Gleðin er allsráðandi hjá börnunum frá litlu þorpunum austurströnd Grænlands, sem komu hingað til lands í síðustu viku til að læra sund og kynnast íslenskum jafnöldrum og samfélagi. Á laugardag bauð Þjóðleikhúsið þeim á sýninguna vinsælu um Latabæ og á eftir var dýrðleg grillveisla og skákfjör í Pakkhúsi Hróksins við Reykjavíkurhöfn. Börnin, sem eru 11 ára, eru frá þorpunum á ...

Lesa grein »

Jóhann Hjartarson og KK fóru á kostum í Pakkhúsi Hróksins: Friðrik Ólafsson heiðursgestur á sunnudag — Allir velkomnir!

Jóhann Hjartarson, stigahæsti skákmaður Íslands, gaf engin færi á sér þegar hann tefldi fjöltefli við 17 skákáhugamenn á aldrinum 7 til 73 ára í Pakkhúsi Hróksins á laugardag. Flestir af mótherjum stórmeistarans voru úr úrvalsliði Björns Ívars Karlssonar og náðu tveir ungir skákmenn jafntefli við Jóhann. Það voru Mikael Kravchuk, 11 ára, og Bárður Örn Birkisson, 14 ára. Snillingurinn KK ...

Lesa grein »

Líf og fjör framundan: Fatasöfnun, Flugfélagssyrpa og fjöltefli í Pakkhúsi Hróksins

Það er líf og fjör framundan. Margir sterkustu skákmenn Íslands eru skráðir til leiks í Flugfélagssyrpu Hróksins 2014 sem hefst föstudaginn 12. september klukkan 12 í Pakkhúsi Hróksins við Reykjavíkurhöfn. Skákáhugamenn á öllum aldri eru boðnir velkomnir til leiks á fyrsta hádegismótið af fimm.  Sigurvegari syrpunnar fær Grænlandsferð fyrir 2 frá Flugfélagi Íslands, og sömu verðlaun fær heppinn keppandi sem ...

Lesa grein »

,,Vinátta í verki“

Margir grunnskólar, vítt og breitt um landið, taka þátt í fatasöfnun Hróksins fyrir börn á Austur-Grænlandi.  Nemendur taka þátt af lífi og sál, og tækifærið er víðast hvar notað til að fræða nemendur um Grænland og fólkið sem þar býr — okkar næstu nágranna. Verkefnið getur á skemmtilegan hátt tengst samfélagsfræði, landafræði, myndmennt, dönsku og fleiri greinum. Við bjóðum aðra ...

Lesa grein »

Gleðin tær þegar Pakkahús Hróksins opnaði — Sjáið myndirnar!

Einstaklega ljúfur andi sveif yfir vötnum þegar Pakkahús Hróksins var formlega opnað á sunnudaginn. Margir lögðu leið sína niður að Reykjavíkurhöfn, þar sem Hrókurinn hefur fengið mjög hentuga aðstöðu í vöruskemmu Brims hf. við Geirsgötu. Heiðursgestur var frú Vigdís Finnbogadóttir, verndari fatasöfnunar Hróksins og félaga í þágu barna á Austur-Grænlandi. Með Vigdísi í för var Hans Jakob Helms forstöðumaður Grænlandsskrifstofunnar í Folketinget í Danmörku. Helms, er gjörkunnugur grænlenskum málefnum, ...

Lesa grein »

Frábærar viðtökur við söfnun Hróksins fyrir börn á Grænlandi: Hátíð við höfnina á sunnudag!

Hróksmenn bjóða öllum sem vettlingi valda að koma og vera við vígslu Pakkahússins, sunnudaginn 7. september, þar sem tekið er við fatnaði og skóm fyrir börn á Austur-Grænlandi. Húsið opnar klukkan 12 og klukkan 13 verður frú Vigdís Finnbogadóttir, verndari söfnunarinnar, viðstödd vígsluathöfn. Tekið verður við fötum til klukkan 16. Það verður heitt á könnunni, töfl og klukkur, og leikhorn ...

Lesa grein »

Frábærar undirtektir við fatasöfnun Hróksins fyrir börn á Grænlandi — Safnað fyrir öll þorpin á austurströndinni!

Hrókurinn, í samvinnu við fjölmarga aðila, stendur nú fyrir söfnun á fötum og skófatnaði fyrir börn á Austur-Grænlandi, en þar búa næstu nágrannar Íslendinga. Skólar víða um land, fyrirtæki og einstaklingar taka þátt í söfnunni sem stendur út september. Verndari söfnunarinnar er frú Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands. Til söfnunarinnar var stofnað í samvinnu við skólastjórnendur í Ittoqqortoormiit við Scoresby-sund, ...

Lesa grein »

Fötum og skóm safnað fyrir börn í afskekktasta þorpi Grænlands: Sýnum vináttu í verki!

Liðsmenn Skákfélagsins Hróksins hafa sett að af stað söfnun á fötum og skófatnaði fyrir börn og ungmenni í Ittoqqortoormiit, í samráði við skólastjórnendur og aðra vini í þessu litla grænlenska þorpi. Hrókurinn hefur heimsótt þorpið, sem er þúsund kílómetra frá næsta byggða bóli, síðustu átta árin, haldið skákhátíðir og dreift gjöfum frá Íslandi. Tekið verður við fatnaði á skrifstofu Norræna félagsins, ...

Lesa grein »