Fjórða Flugfélagsmótið á föstudag: Héðinn efstur — Allir geta unnið ferð til Grænlands!

IMG_4138Fjórða og næstsíðasta mótið í Flugfélagssyrpu Hróksins verður haldið í hádeginu föstudaginn 3. október í Pakkhúsi Hróksins við Reykjavíkurhöfn. Sigurvegari í heildarkeppninni fær ferð fyrir tvo til Grænlands í verðlaun. Þá er einn heppinn keppandi dreginn út og hlýtur sömu verðlaun. Héðinn Steingrímsson stórmeistari er efstur í heildarkeppninni eftir þrjú fyrstu mótin.

Mótið á föstudag hefst klukkan 12:10 í Pakkhúsi Hróksins, sem er til húsa í vöruskemmu Brims hf. við Geirsgötu 11, alveg við gömlu höfnina í Reykjavík. Tefldar IMG_4157verða 5 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma. Allir eru velkomnir og eru engin þátttökugjöld.

Í Pakkhúsi Hróksins er nú unnið við flokkun og pökkun á fötum fyrir börn í litlu þorpunum á Austur-Grænlandi, og er þegar búið að senda vel á annað hundrað kassa með fötum og skóm. Pakkhúsið er jafnframt frábær skákstaður og eru skákáhugamenn hjartanlega velkomnir til að taka þátt í skemmtilegu móti eða fylgjast með meisturum af öllum stærðum og gerðum.

Facebook athugasemdir