Fjölmennt á öllum Fjölnisæfingum. Ný kynslóð afrekskrakka í uppsiglingu

Skakaefing_Fjolnir_rimaskoli4Teflt á öllum borðum og enginn dauður punktur í 90 mínútur eru einkenni skákæfinga Fjölnis sem boðið er upp á hvern miðvikudag í tómstundasal og á bókasafni Rimaskóla við hinar bestu aðstæður. Mikil breidd er meðal þátttakenda en áberandi eru drengir á aldrinum 9 – 12 ára.

Ný kynslóð afrekskrakka úr Rimaskóla er að koma sterk inn, Íslandsmeistarar 10 ára og yngri frá síðasta Íslandsmóti barnaskólasveita. Þetta eru miklir fótboltastrákar sem æfa skák reglulega á skólatíma undir leiðsögn Björns Ívars Karlssonar.

Á þessum vinsælu skákæfingum Fjölnis er boðið upp á fjölbreytta dagskrá, æfingamót og skákkennslu sem hinir bráðefnilegu skákmeistarar Jón Trausti Harðarson og Oliver Aron Jóhannesson sjá um. Skákæfingunum stjórnar Helgi Árnason formaður Skákdeildar Fjölnis og honum til aðstoðar eru foredrar sem mæta á æfingarnar með börnum sínum.

Verðlaun og veitingar eru á hverri æfingu og njóta þær einnig gífurlegra vinsælda. Yfirleitt er um ávexti að ræða en á síðustu æfingu var boðið upp á súkkulaðiköku sem bragðaðist vel og hvarf ofan í maga einbeittra skákmanna.

Á síðustu skákæfingu Fjölnis mættu 30 krakkar og varð hinn 9 ára gamli Joshua Davíðsson efstur með fullt hús. Joshua er afar efnilegur skákmaður líkt og Nansý eldri systir hans. Aðrir verðlaunahafar voru Hákon Garðarsson, Sæmundur Árnason, Halldór Snær Georgsson, Kristófer Halldór Kjartansson, Hilmir Arnarson, Anton Breki Óskarsson, Mikael Maron Torfason, Arnór Gunnlaugsson og Magnús Hjaltason.

Á skákæfingum Fjölnis er mikil áhersla lögð á virðingu fyrir andstæðingnum, rökhugsun og jöfn tækifæri.

Skakaefing_Fjolnir_rimaskoli3

 

Skakaefing_Fjolnir_rimaskoli1

Facebook athugasemdir