Fjögurra drottninga skák íslendings á OL 1954

 F.v.: Ingi R. Jóhannsson, Oscar Panno sem þá var  heimsmeistari unglinga, Bent Larsen og Friðrik Ólafsson.

Ingi R. Jóhannsson, Oscar Panno, Bent Larsen og Friðrik Ólafsson.

Það er ekkert grín að birta tapskákir íslendinga aftur í aldir en það verður að hafa það. Ég hef rekist á tvær slíkar skemmtilegar og hér kemur önnur þeirra.

Ísland stóð sig vel á Olympíumótinu í Amsterdam 1954 og varð í 12 sæti í A-flokki.. Í sveitinni var m.a. 17 ára unglingur Ingi R Jóhannsson sem síðar varð Norðurlandameistari, þrisvar Íslandsmeistari og sex sinnum Reykjavíkurmeistari og hlaut titilinn Alþjóðameistari í skák. Helgi Ólafsson grandmaster hefur m.a, gert ferli hans  mjög góð skil annarstaðar.

Í Amsterdam tefldi hann harla óvenjulega skák við svíann Nilsson.

Inga varð á í messunni með 10.e5? og misreiknaði þannig peðabardaga með uppvakningu drottninga hjá báðum. Slíkar skákir geta verið mjög spennandi og óvenjulegir hlutir gerst. Fjögurra drottninga slagurinn stóð stutt en svartur tefldi lokin skemmtilega og með síðasta leiknum 23.Bb4+!.. tapar hvítur drottningunni eða verður snyrtimát eftir 24.Dxb4 Dc2+!

OL Amsterdam 1954

Hvítt: Ingi R Jóhannsson
Svart: Z. Nilsson

Drottningarbragð

Facebook athugasemdir