Fimmta og síðasta mótið í Flugfélagssyrpu Hróksins á föstudag

Fimmta og síðasta mótið í Flugfélagssyrpu Hróksins fer fram í hádeginu föstudaginn 10. október í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 10, við Reykjavíkurhöfn. 

Flugfélagssyrpan hefur slegið í gegn meðal skákmanna og eru flestir bestu skákmenn landsins meðal keppenda, m.a. stórmeistararnir Héðinn Steingrímsson, Jóhann Hjartarson, Hannes H. Stefánsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Helgi Áss Grétarsson, Þröstur Þórhallsson, Stefán Kristjánsson og Íslandsmeistarinn Guðmundur Kjartansson.

Mótin eru öllum opin og er þátttaka ókeypis. Allir þátttakendur eiga möguleika á að vinna ferð fyrir 2 til Grænlands með FÍ, en í mótslok á föstudag verður nafn hins heppna dregið út.

Tefldar eru 5 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma.

1

Stórmeistararnir Helgi Áss Grétarsson og Þröstur Þórhallsson að tafli í Pakkhúsi Hróksins.

Kristbergsson

Björgvin Kristbergsson hefur staðið sig vel í Flugfélagssyrpunni.

3

Héðinn Steingrímsson er efstur í Flugfélagssyrpunni.

4

Einar S. Einarsson, fv. forseti Skáksambands Íslands og Arnljótur Sigurðarson tónlistarmaður að tafli í Flugfélagssyrpunni.

Facebook athugasemdir