Fallegt dæmi frá Afek

Yochanan_AfekÍ síðasta skákdæmahorni skildum við eftir fallegt dæmi eftir skákdæmahöfundinn Yochanan Afek. Afek er einn ötulasti samtímahöfundurinn og á mörg skemmtileg dæmi í pokahorninu. Afek er einnig sterkur skákmaður og státar af alþjóðlegum meistaratitli.

 

Staðan sem við skildum eftir lítur svona út:

Afek 1972 - Hvítur á leik og vinnur

Afek 1972 – Hvítur á leik og vinnur

Eins og alltaf er rétt að fara yfir stöðu mála.

  • Hvítur er liði yfir í stöðunni, hefur riddara fyrir peð
  • Svartur er hinsvegar með tvöfalda árás á riddarann og c4 og hrókinn á b6 (ef riddarinn hörfar)
  • Ef hvítur finnur ekkert afgerandi er ólíklegt að hann geti unnið

Þá er vandamálið að finna eitthvað afgerandi. Fyrsti leikurinn er mjög þvingandi

1.Hxb5+! Kxb5

Svartur verður að þiggja fórnina því annars er riddarinn ekki ofaní lengur og hvítur hreinum manni yfir.

2.Re5+!

Afek_2

Nú er nokkuð þvingað að fara með kónginn á a4. Ef farið er á b6/c5 (rauðu reitirnir) þá kemur 3.Rd7+ og hrókurinn fellur. Einhver úrvinnsla er eftir en hvítur á að vinna það.

2…Ka4 3.Rd7!

Afek_3

Bíddu nú hægur!! Hvítur hótar máti á b6 og c5! Svarti kóngurinn er í smá búri. Hrókurinn á enga skák og svarti kóngurinn enga reiti.  Nú eru aftur góð ráð dýr en svartur deyr ekki ráðalaus!

3…Be2!!

Hugmyndin með þessum leik kemur brátt í ljós.

4.Bxe2 Hb8+!!

Afek_4

Einkenni góðra þrauta er góð vörn! Svartur gafst ekki upp og nú lítur út fyrir að hann sé að bjarga sér. Ef hvítur drepur hrókinn er patt! Ef hvítur leikur 5.Ka2 kemur 5…Hb2+!! og ef hrókurinn er drepinn ef aftur patt! Að lokum er 5.Ka1 tilraun til að tapa eftir 5…He8 og svo 6…Kxa3. Hér er hinsvegar krúnudjásn þessarar þrautar…

5.Bb5!!!

Það eru í raun ekki til þrjú upphrópunarmerki….en ég bý þau hérmeð til! Ef 5…Kxb5 drepum við hrókinn og ef…

5…Hxb5+

þá

6.Ka2!!

Afek_5

Lokastaða þrautarinnar og mögnuð leikþröng hjá svörtum. Svona þema er venjulega kallað á ensku „Domination„. Svarti riddarinn ber ægishjálm yfir svarta hrókinn því að hann tekur af honum fjóra reiti og á hinum sem eru lausir að þá skákar hann hrókinn af eins og auðvelt er að sannreyna. Peð hvíts og kóngur taka svo í sameiningu af hróknum reiti og athugið að á b3 kemur einnig Rc5+ og vinnur hrókinn. Magnað samspil hvítu mannana!

 

Þangað til næst getið þið glímt við þessa:

Hvítur leikur og vinnur - A.Gurvitch 1959

Hvítur leikur og vinnur – A.Gurvitch 1959

Facebook athugasemdir