Endalausir möguleikar

russia-chess

Robert Mitchum í mynd eftir Otto Preminger, Angel Face, 1952. Meira hér: http://www.denofgeek.com/movies/24690/what-it-means-when-people-play-chess-in-the-movies

Þegar sprenglærðir skákmeistarar sitja að tafli tefla þeir stundum byrjanir sem hafa verið rannsakaðar í þaula. Fyrir vikið finnst sumum að búið sé að gjörkanna alla leyndardóma skákarinnar, jafnvel að verið sé að tefla sömu skákina aftur og aftur.

Ekkert er fjær sanni. Tökum dæmi: Fjöldi rafeinda í alheiminum er áætlaður 10 í 79. veldi – sem er ansi há tala. Fjöldi skáka sem hægt er að tefla er hins vegar 10 í 120. veldi!

Aðeins meiri tölfræði: algengt er að skákir standa í 30 til 40 leiki, sumar eru styttri, aðrar lengri. Það er hægt að máta andstæðinginn í aðeins 2 leikjum (ef maður hefur svart) en það krefst þess að vísu að mótherjinn velji verstu byrjun sem hugsast getur. (Til dæmis: 1.f3 e5 2.g4 Dh4 mát!)

Lengsta skák sem tefld hefur verið á skákmóti varð heilir 269 leikir. Skákina tefldu þeir félagar Nikolic og Arsovic í Belgrad árið 1989 og þessari maraþonskák lauk með jafntefli.

Það er hins vegar hægt að tefla lengri skák, mun lengri reyndar. Sérfræðingar hafa reiknað út að lengsta skák sem hægt er að tefla myndi standa í heila 5949 leiki. Upplagt að prófa þetta einhvern rigningardaginn!

Facebook athugasemdir