„ELTON JOHN vs. BOB MARLEY“ AÐ TAFLI Í RIMASKÓLA

Óhætt er að segja að þessir tveir skrautlegir karakterar hafi dregið að sér talsverða athygli margra sem setið hafa þar að tafli eða fylgst með sveitakeppninni í skák á vettvangi. Augu manna hafa beinst annars vegar að Áskatli Kárasyni, formanni og fyrstaborðsmanni SA með sín litfögru gleraugu og hins vegar Kassa Korley, hinum hárfagra, nýjum liðsmanni KR-inga með sína óvenjulegu og tignarlegu hártísku í dúr við Bob Marley.

Kassa er danskur í aðra ættina en bandarískur i hina en þó af Nígerísku bergi brotinn í föðurætt. Hefur verið við háskólanám í Danmörku undanfarið og teflt með skákklúbbnum Öbro í Kaupmannahöfn með Sören Beck Hansen sem verið hefur í herbúðum KR í 8 ár. Kassa er sterkur alþjóðlegur meistari með áfanga að stórmeistaratitli. Skák þeirra var hin æsilegasta og spennuþrungin mjög. Svo fór að Áskell vann og tryggði með því Akureyringum glæsilegan yfirburðasigur.

Vettvangsmyndir frá deildakeppninni sept. 2015 -ese. Elton John -ese

Facebook athugasemdir