Eitt skemmtilegasta mót ársins: Alþjóða geðheilbrigðismótið á fimmtudagskvöld!

gedheilbrigdismotid

Alþjóða geðheilbrigðismótið í skák verður haldið í Skákhöll Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12, fimmtudaginn 9. október kl. 20. Þetta er tíunda árið í röð sem mótið er haldið, en það er eitt fjölmennasta og skemmtilegasta skákmót ársins.  Mótið er liður í hátíðarhöldum vegna Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, og er opið skákmönnum á öllum aldri og er þátttaka ókeypis.

Jóhann Hjartarson og Helgi ÓlafssonAð mótinu standa Taflfélag Reykjavíkur, Hrókurinn og Vinaskákfélagið. Meðal sigurvegara fyrri ára á Alþjóða geðheilbrigðismótinu eru stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson.

Forlagið og Sögur útgáfur gefa vinninga og eru verðlaun veitt í ýmsum flokkum.

Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma.

Keppendur eru hvattir til að skrá sig sem fyrst í netfangið chesslion@hotmail.com.

Facebook athugasemdir