Kári Elíson skrifar

„Eigum við ekki bara að stilla upp í aðra vinur?“

Gauti Páll, Friðrik, Össur

Skákmenn njóta enn krafta Friðriks Ólafssonar í fjölteflum

Kári Elíson skrifar.

Fyrsti stórmeistari íslendinga Friðrik Ólafsson er inngreyptur í vitund þjóðarinar. Óbreyttir skákmenn muna því vel eftir samskiptum sínum við meistarann þótt mjög gamlar sögur dúkki æ sjaldnar upp.  Hér koma tvö alls óþekkt og áður óbirt sögukorn af honum sem gerðust þó á sama tíma.

Faðir minn Elí Gunnarsson (1923-1997) bróðir Gunnars Gunnarssonar Skákmeistara Íslands 1966 var það sem kallað var í gamla daga meistaraflokksmaður í skák. Hann tefldi reglulega í skákkeppni Verkalýðsfélaga sem síðar breyttist í Skákkeppni stofnana..

GunnarGunnarsVilmundurGylfa

Gunnar Gunnarsson teflir við Vilmund Gylfason

Pabbi tók þátt í fjölteflum í Reykjavík við nokkra nafntogaða stórmeistara og gerði m.a. jafntefli við O.Kellý (1970) Pal Benkö (1958), Sovétmeistarann Leonid Stein (1972) og hetju Íslands Friðrik Ólafsson.

Hann tefldi reyndar í tvisvar við Friðrik, tapaði fyrir honum 1953 en það ár fæddist ég sem truflaði væntanlega einbeitingu hans eitthvað…

Í seinna skiptið 1968 þegar jafnteflisskákin var tefld sagði pabbi mér þá sögu að honum til hægri handar hefði teflt miðaldra kall sem bar sig borginmannlega og fjasaði heilmikið á milli þess sem Friðrik kom að borðinu. Vinstra megin sat hins vegar strákpatti um 10-11 ára gamall.

palbenko

Pal Benko

Sá miðaldra fékk fljótlega erfiða stöðu og Friðrik var kominn með öflugt miðborð sem samanstóð af hvítum peðum á d4, e5, f4 og g4… Á meðan Friðrik var í burtu gerði kallinn sér lítið fyrir og fjarlægði peðið peðið á e5 sem var hornsteinn í sókn hvíts. „Hvað ertu að gera?“ spurði pabbi, þetta má ekki!“.. „Þetta er allt í lagi svaraði kallinn,það eru svo margir menn á borðinu að hann tekur ekkert eftir þessu!“

Svo líður og Friðrik kemur að borðinu. Pabbi sá að honum virtist bregða eitthvað þegar hann leit á stöðuna við kallinn. Friðrik brá fingri á höku sér og leit síðan þýðingarmiklu augnaráði á andstæðinginn og sagði: „Var ekki peð hérna?“ og um leið náði hann í peðið og lét það sinn stað og lék síðan öflugum sóknarleik. Miðaldra varð heldur skömmustulegur á svip og varð að gefa skömmu síðar.

leonid-stein-and-vlastimil-hort-at-the-1967-interzonal-playoff

Leonid Stein og Vlastimil Hort

Skák Friðriks við strákinn fór þannig að hann varð mát í örfáum leikjum og var sá fyrsti til að tapa í salnum. Strákurinn tók þetta nærri sér og fór að snökta eftir mátið. Friðrik staldraði lengur við borðið og sagði afar vinsamlega við hann: „Eigum við ekki bara að stilla upp í aðra vinur?“… Strákurinn varð upplitsdjarfur við þetta og þeir tóku aðra skák. Ekki fylgdi sögunni hvort Friðrik hefði leyft honum að ná jafntefli en pabba mínum fannst mikið til koma hversu heiðursmannsleg framkoma Friðriks var í þessum tilvikum.

Í sambandi við það að strákurinn í fjölteflinu tapaði í innan við 10 leikjum má spá í eftirfarandi:

Í bókinni Verflixte Fehler eftir Anatoly Mazukewitsch 1992 er birt ein ótrúlega stutt skák eða 5 leikir tefld árið 1947 á Íslandi þegar Friðrik er 12 ára. Friðrik var reyndar orðinn góður skákmaður 11 ára. það gæti þó verið að samtíðarskákmaður hans Þórir Ólafsson hafi teflt umrædda skák. Í bókinn stendur aðeins að sá sem stýrði svörtu mönnunum héti Ólafsson…

Kannski geta einhverjir staðfest hvor þeirra tefldi þessa skák sem lauk skyndilega eftir stóran afleik:

Ísland 1947

Hvítt: Böðvarsson
Svart: Ólafsson

Froms-bragð.

Facebook athugasemdir