Drottning leggur kóng!

10609429_844113982266648_760078510945195282_nÍ september 2002 voru flestir bestu skákmenn heims í Moskvu, þar sem fram fór viðureign Rússlands og heimsins að öðru leyti. Í heimsliðinu voru m.a. Anand, Ivanchuk, Shirov, Short — og Judit Polgar, fremsta skákkona sögunnar sem nú er að tylla sér í helgan stein. Í rússneska liðinu voru miklar kanónur líka: Kasparov, Karpov, KramnikSvidler, Grischuk og fleiri ofurstórmeistarar frá hinni ótrúlegu skákþjóð í austurvegi. Tefldar voru atskákir á 10 borðum, allir við alla.

Judit Polgar gekk ekkert sérlega vel, fékk aðeins 2 vinninga af 7, en heimsliðið sigraði nú samt, 52-48.

Eina sigurskák Juditar á mótinu var hinsvegar gegn sjálfum Kasparov (sem fékk bara 4 vinninga af 10 í þessu sögulega einvígi). Judit gegn Garry,  gjörið svo vel!

Facebook athugasemdir