Dreymir um að fleiri skólar taki upp skákkennslu: Viðtal við Siguringa Sigurjónsson

SiguringiSiguringi Sigurjónsson er skákfrumkvöðull af guðs náð. Hann kennir skák í mörgum skólum og er maðurinn sem gaf út ,,Gula kverið“, fyrsta skákkverið á grænlensku, sem Hróksmenn hafa dreift í stórum stíl á Grænlandi. Siguringi er maður mánaðarins.

Af hverju er skák skemmtileg?

Svo margar stöður sem geta komið upp á taflborðinu og maður þarf að velja það sem maður telur vera besta framhaldið. Ætli það sé ekki sköpunartilfinningin sem kitlar mig mest og áskorunin sem í henni felst.

Hver kenndi þér að tefla?

Mig minnir að bróðir minn hafi kennt mér að tefla fekar en faðir minn,ég fór með honum á skákæfingar þar sem voru eldri strákar byrjaðir að tefla.

Af hverju er skák góð sem námstæki?

Sem námstæki er skákin mjög fjölbreytt. Hertæknin sem þau læra í skák er full af rökhugsun sem á við í hinu almenna lífi okkar. Það sem maður sér með berum augum og þarfnast ekki neinnar rannskónar á í skáktíma er þjálfun í einbeitingu,heiðarleika og takast á við ósigra. Það síðastnefnda er ekki léttvægur þáttur hjá börnunum og eitthvað sem skákkennari þarf að hafa mjög góðar gætur á og reyna að tækla eins vel og hann getur. Börnin eru stöðugt skapandi í leit sinni að næsta leik og læra ansi mikið um rökvísi. Það er svo margt sem skákmaður þarf að tileinka sér til þess að tefla vel sem einnig nýtist svo áfram í aðrar námsgreinar og aðrar íþróttir sem þau leggja stund á.

Minnisstæðasta atvik við skákborðið / minnisstæðasta skák?

14663619301_a0ab06d9b4_oÆtli minnistæðasta atvikið eða skákin mín sé ekki bara skák sem ég tefldi þegar ég var um 12-13 ára gamall, ansi lár í loftinu og við vorum að keppa fjórir í sveit úr Skákfélagi Keflavíkur,ég eina barnið þar á ferð. Þetta voru hraðskákir og ég var orðinn ansi sleipur í þeim og kallaður ,,Klukkubaninn“ þar sem mér tókst oft að fella menn á tíma þó ég hefði tapaða stöðu. Við vorum að tefla við Sandgerðinga og þegar ég settist við fyrsta borð þá hló andstæðingurinn minn og vísaði mér á fjórða borð. En ég var réttmætur á fyrsta borði honum til mikillar undrunar,þegar ég hafði svo sigrað karlinn var hann ekki viðræðuhæfur og mér finnst í minningunni að félagar hans hafi þurft að veita honum áfallahjálp. Í þá daga tóku eldri menn ekki tapi gagnvart barni sérlega vel og man ég þau nokkur.

Hvar hefurðu kennt skák?

Ég hef kennt skák í mörgum skólum í Rvk og einnig í Grindavík og verið með styttri námskeið í nokkrum skólum í Reykjanesbæ,Garði og Sandgerði. Ég hef líka kennt í Taflfélögum TG og SR. Ég kenni skák í fullu starfi og er einnig að kenna skák í gegnum heimasíðuna krakkaskak.is

14643838096_17180f5edf_oHvað fékk þig til að gefa út skákkver á grænlensku?

Grænlenska kverið er tilkomið vegna þess að ég á grænlenska vinkonu sem sem snaraði því yfir á þeirra tungumál. Mér fannst það bara vera gott innlegg inn í það sem Hrókurinn hefur verið að gera á Grænlandi og að það gæti hjálpað til við skákkennsluna þar.

Framtíðarsýn fyrir skákina?

Framtíðarsýn nær kannski ekki lengra en það sem ég er að vinna í hverju sinni og núna dreymir mig um að fleirri skólar úti á landsbyggðinni taki upp skákkennslu og að ég geti tekið þátt í því að búa til kennsluefni.

Segðu frá gildi skákarinnar í 1-2 setningum?

Skákin er harður skóli sem agar mig til og veitir mér visku sem ég get nýtt mér í lífinu.

Facebook athugasemdir