Davíð lagði Golíat sem heitir reyndar Liem

Liem Le Quang (2706) er þriðji stigahæsti keppandinn á milljónamótinu í Vegas. Árangur hans hefur þó verið langt því frá sá þriðji besti, enda hefur hann tapað tveim skákum. Það sem er enn merkilegra er að báðar tapskákirnar eru gegn mönnum með færri en 2500 skákstig!

Í 2. umferð tapaði hann gegn IM Yunguo Wan (2489), sem hlýtur að teljast merkilegt. Honum Liem tókst þó að toppa þann árangur í gær þegar hann tapaði fyrir ungverjanum David Berczes. Sá er að vísu stórmeistari, en sem slíkur er hann aðeins með 2471 stig.

Liem er því út – en David Berczes á enn möguleika á að næla sér í eitt efstu sætana og komast í milljóna mánudaginn, sem, eins ótrúlegt og það kann að hljóma, fer fram, á mánudaginn!

David teflir skemmtilega – gjöriði svo vel!

Facebook athugasemdir