Davíð Kjartansson Víking-meistari Hróksins og Stofunnar

Davíð Kjartansson kom, sá og sigraði á Víking-móti Hróksins og Stofunnar á fimmtudagskvöld, hlaut 7 vinninga af 8 mögulegum. Róbert Lagerman hreppti silfrið og næst komu þau Gauti Páll Jónsson og Lenka Ptacnikova. Keppendur voru 23 og afar góð stemmning á þessu helsta skákkaffihúsi norðan Alpafjalla.

stofan2Davíð telfdi af miklu öryggi og tapaði ekki skák á mótinu. Róbert sýndi snilldartakta í mörgum skákum og hinn ungi Gauti Páll fór á kostum. Lenka komst upp að hlið Gauta með sigrum í fjórum síðustu umferðunum.

Fleiri sýndu góða spretti, og þannig lagði Arnljótur Sigurðsson félaga sinn úr Vinaskákfélaginu, Elvar Guðmundsson, þrátt fyrir að um 400 skákstig skildu þá að. Þá var hann vaski Björgvin Kristbergsson heiðraður með sérstökum gullpeningi fyrir góða frammistöðu.

Verðlaun voru vegleg, einsog jafnan á mótum Hróksins á Stofunni. Þar er afar góð aðstaða til skákiðkunar, sem íslenskir skákmenn jafnt sem erlendir ferðamenn nýta sér daglega.

Lokastaðan:

 1  Davíð Kjartansson         2377   7
 2  Róbert Lagerman          2315   6 
 3-4 Gauti Páll Jónsson         2100   5.5
   Lenka Ptacnikova          2159   5.5
 5-8 Halldór Ingi Kárason        1800   5
   Páll Þórsson            1777   5
   Arnljótur Sigurðsson        1911   5
   Kjartan Ingvarsson         1889   5
9-10 Óskar Long Einarsson        1776   4.5
   Pétur Atli Lárusson        2000   4.5 
11-15 Elvar Guðmundsson         2325   4 
   Óskar Haraldsson          1812   4
   Oddgeir Ágúst Ottesen       1822   4
   Helgi Pétur Gunnarsson       1801   4
   Björgvin Ívarsson         1400   4
 16  Gunnar Gunnarsson         1888   3.5
17-21 Þorvaldur Ingveldarson       1555   3
   Halldór Kristjánsson        1444   3
   Hörður Jónasson          1577   3
   Hjálmar Sigurvaldason       1566   3
   Björgvin Kristbergsson       1444   3
 22  Gylfi Þorsteinn Gunnlaugsson    1200   2
 23  Batel GoItom            1200   1

Facebook athugasemdir