Dagur Arngrímsson

Dagur í beinni í Vegas

dagur_vegas.jpg

Dagur Arngrímsson teflir á „Millionare Monday“ sem fer fram í þessum töluðu orðum í Las Vegas.

Dagur teflir í u/2499 stiga flokki og hefur þegar tryggt sér að lágmarki 5.000$.

Teflt er skv. útsláttarfyrirkomulagi, en fyrst eru tefldar tvær 25 mínútna skákir. Dugi það ekki til eru tefldar tvær 15 mínútna skákir og svo tvær hraðskákir til þrautarvara.

Dagur mætir Ronald Burnett (2357) í fyrri lotunni og sigurvegarinn mætir svo sigurvegara úr hinu einvíginu í úrslitum um efsta sætið.

dagur

Svo virðist sem Dagur hafi unnið fyrri skák sína – Þó með fyrirvara um að úrslitin séu rétt skráð.

 

Teflt er um stórar fjárhæðir:

2350-2499

1. sæti – $40,000
2. sæti – $20,000
3. sæti – $10,000
4. sæti – $5,000

Facebook athugasemdir